Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa 1. september 2011 02:30 Eygló Harðardóttir Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira