Tíska og hönnun

Mundi frestar bambustískusýningu

Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda á föstudagskvöld.
Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda á föstudagskvöld.
Tískuhönnuðurinn Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda í Gamla bíói á föstudagskvöld. Ástæðan er sú að hann er upptekinn við búningahönnun fyrir leikritið Axlar-Björn auk þess sem Airwaves-tónlistar-hátíðin er á næsta leiti.

„Það var mælt með því við mig að sýna hana á meðan Airwaves-hátíðin væri í gangi því þá verða hérna margir erlendir fjölmiðlar, þannig að ég ætla að gera það," segir Mundi. Sýningin verður því haldin 15. október í Gamla bíói. Þar ætlar Mundi að sýna prjónaða sumarlínu sína, sem hann kallar sjóaralínu og er að miklu leyti úr bambus.

Þrátt fyrir frestunina verður eftirpartínu sem halda átti að lokinni sýningunni á föstudaginn ekki frestað. Það verður á skemmtistaðnum Square við Lækjartorg. „Ég mun verða þar og gera eitthvað skemmtilegt," segir Mundi leyndardómsfullur.

Belgíski/ítalski tónlistarmaðurinn Aeroplane, sem heitir réttu nafni Vito De Luca, spilar í partíinu ásamt íslensku plötusnúðunum Benna B-Ruff, Gísla Galdri, Introbeats, Óla Ofur og Oculus. „Þetta verður rosalegt. Þetta er haldið í samvinnu við RVK Underground sem eru mega partígæjar," segir tískuhönnuðurinn.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×