Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum 2. september 2011 04:00 Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira