Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri 2. september 2011 03:00 Íslandsbanka í gær Málstofan í gær var hluti af fundaröð sem VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur staðið fyrir.Fréttablaðið/GVA Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira