Huang Nubo vill reisa lúxus-hótel við hliðina á Hörpu 3. september 2011 04:15 Áformum um byggingu hótels við Hörpu var slegið á frest í kjölfar hrunsins, en kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo hefur áhuga á því að reisa hótel á reitnum.Fréttablaðið/Vilhelm Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo vill reisa 300 herbergja lúxushótel í Reykjavík. Nubo vill hefja framkvæmdir við uppbyggingu ferðamannaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum sem fyrst, en hann bíður nú eftir undanþágu frá innanríkisráðuneytinu fyrir kaupum á lóðinni. Þetta segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður Nubo á Íslandi. „Hann vill reisa 300 herbergja, fimm stjörnu ráðstefnuhótel í Reykjavík. En hann verður auðvit-að að bíða eftir haldbærum svörum frá yfirvöldum áður en nokkuð slíkt getur hafist,“ segir Halldór. Ekkert hefur enn verið ákveðið með staðsetningu fyrirhugaðs hótels, en Nubo hefur fengið ábendingar um byggingarreitinn sunnan við Hörpu sem ákjósanlegan stað. Fyrirætlanir Nubos á Grímsstöðum eru stórtækar. Hann hyggur á að reisa 250 herbergja lúxushótel ásamt því að koma upp litlum leigubústöðum víðs vegar um landareignina fyrir fjölskyldufólk. Þá eiga einnig að verða heilsulind og golfvöllur á svæðinu. Halldór undrast mjög þá umræðu sem hefur verið um málið á undanförnum dögum. „Við áttum alltaf von á því að það yrðu skiptar skoðanir, en við bjuggumst ekki alveg við þessum viðbrögðum. Það má meta þetta þannig að væntingar Íslendinga til nýrra hluta eru mjög miklar,“ segir hann. Að sögn Halldórs hefur Nubo aldrei sýnt nokkurn áhuga á því að kaupa út hlut ríkisins í Grímsstöðum, sem er 25 prósent. Hann hafi ætíð viljað vinna málið í fullri samvinnu við ríkið. „Hann lagði sjálfur upp drög að samkomulagi við yfirvöld til að draga úr vafa og efasemdum,“ segir hann. „Hann er tilbúinn að afsala sér vatnsréttindum og samþykkja að hluti af jörðinni verði þjóðgarður. Hann vill hefja samstarf við Landgræðsluna, Ferðamálastofu og skipulagsyfirvöld. Boltinn er alfarið hjá ráðamönnum.“ Veiti innanríkisráðuneytið Nubo undanþágu til kaupanna er stefnt að því að starfsemi á ferðamannasvæðinu á Grímsstöðum hefjist árið 2014. Svipaðar fyrirætlanir eru með 300 herbergja hótelið í Reykjavík. sunna@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Hefur ekki lagt fram formlegt tilboð Byggingarreiturinn sunnan við tónlistarhúsið Hörpu var boðinn út í júlí síðastliðnum. Eignarhaldsfélaginu Sítus, dótturfélagi Austurhafnar ehf., bárust sex formleg tilboð frá aðilum sem lýstu yfir áhuga á að reisa þar hótel. Samkvæmt upplýsingum frá Sítusi var Nubo ekki einn þeirra. Þeir sem gerðu tilboð í reitinn koma meðal annars frá Indlandi, Sviss og Íslandi. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver þessara sex aðila, ef einhver, fái reitnum úthlutað en verið er að fara yfir málið. 3. september 2011 05:15