Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi 3. september 2011 08:30 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna. fréttablaðið/vilhelm Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira