Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi 15. september 2011 02:30 Guðbjartur Hannesson Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Meðferðarheimilið Stuðlar Barnaverndarstofa fagnar áformum ráðuneytisins um að efla starfsemi Stuðla en segir það þó ekki leysa vanda ungra afbrotamanna. Fréttablaðið/pjetur Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum. Barnaverndarstofa hefur farið yfir meðferðarþörf unglinga sem hljóta óskilorðsbundna dóma með fulltrúum meðferðarheimilisins Stuðla, Fangelsismálastofnunar og barnaverndarnefnda. Niðurstaðan var sú að þörf væri á nýju meðferðarheimili með stigskiptri þjónustu og sterkri eftirfylgni sem sameinaði bráðavistun og meðferð vegna alvarlegrar vímuefnaneyslu og afbrotahegðunar eldri unglinga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að frá og með árinu 2006 hefðu tíu börn undir átján ára aldri hafið afplánun í almennum fangelsum. Fái sakhæf börn óskilorðsbundinn dóm er þeim gefinn kostur á að velja hvort þau eyði afplánuninni á meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu eða í almennu fangelsi. Þó segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að bannað sé að skilja þau ekki að frá fullorðnum föngum. Sáttmálinn er ekki bundinn í lög hér á landi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ítrekar orð sín í Fréttablaðinu í gær þess efnis að ríkið hafi einfaldlega ekki efni á öðru en að stíga fyrsta skrefið í þessum úrræðum, sem sé að efla Stuðla. „Við gerum okkur grein fyrir þeim verkefnum sem eru fram undan, sem er meðal annars að standa við Barnasáttmálann,“ segir Guðbjartur. „Við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að hlúa betur að þessum málaflokki.“ Halldór Hauksson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu, bendir á að breytingar á Stuðlum og nýtt meðferðarheimili séu ólíkir hlutir. „Okkur hefur skort eftirmeðferð og einnig eru að koma fram skýrar vísbendingar erlendis um að þjónustan við þennan málaflokk þurfi að felast í miklu fleiri hlutum en innskrift og útskrift af meðferðarstofnunum,“ segir hann. „Það þarf að samhæfa betur meðferðina eftir að vistun lýkur og vinnu barnaverndarnefnda.“ Halldór segir að gagnkvæmur skilningur ríki á þessum málum milli aðila og vissulega sé það jákvætt að ráðuneytið sé tilbúið að styrkja aðstöðuna á Stuðlum, þótt það komi ekki til móts við að fylgja Barnasáttmálanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira