Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar 16. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira