Sorgir og sigrar gröns-goðsagna Freyr Bjarnason skrifar 23. september 2011 15:00 Bíó. Twenty Pearl Jam. Háskólabíó 20. september. Háskólabíó var yfirfullt af íslenskum grönsurum og Pearl Jam-aðdáendum á þriðjudagskvöld þegar heimildarmyndin Twenty var þar sýnd í fyrsta og eina skiptið. Blandað var saman myndefni frá tuttugu ára ferli sveitarinnar, þar á meðal tónleikaupptökum og viðtölum við hljómsveitarmeðlimi. Pearl Jam var stofnuð af fyrrverandi meðlimum Mother Love Bone. Sú sveit hætti eftir fráfall söngvarans Andrews Wood en hinn feimni Eddie Vedder, plagaður af föðurmissi, hljóp í skarðið og meistaraverkið Ten varð að veruleika. Sorginni í kringum dauða Woods og undrasnöggum uppgangi Pearl Jam innan grönssenunnar í Seattle voru gerð góð skil í fyrri hluta myndarinnar, sem var töluvert skemmtilegri en sá síðari. Seinni parturinn var fínn en snerist um ráðsettu rokkarana í Pearl Jam, baráttu þeirra við Ticketmaster, harmleikinn á Hróarskelduhátíðinni og hvernig þeir reyndu að draga sig út úr sviðsljósinu og gera hlutina á eigin forsendum án nokkurra málamiðlana. Hápunktur síðari hlutans og kannski myndarinnar var tilfinningaríkur og snilldarlega samanklipptur „samsöngur" Vedders og Woods í Crown of Thorns, lagi Mother Love Bone. Wood var einn af mörgum grönsurum sem urðu fíkninni að bráð langt fyrir aldur fram á meðan Vedder hefur, þrátt fyrir lífshættulega klifurtilburði sína á tónleikum, staðið allt af sér og stendur nú uppi sem einn virtasti rokksöngvari samtímans.Freyr Bjarnason Niðurstaða:Áhugaverð og vel gerð heimildarmynd um sorgir og sigra merkrar rokksveitar. Tengdar fréttir Magni táraðist á Twenty Aðdáendur Pearl Jam flykktust í Háskólabíó á þriðjudagskvöld til að sjá heimildarmyndina Twenty sem fjallar um tuttugu ára feril bandarísku grönssveitarinnar. Rokkarinn Magni Ásgeirsson var einn þeirra. 22. september 2011 10:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó. Twenty Pearl Jam. Háskólabíó 20. september. Háskólabíó var yfirfullt af íslenskum grönsurum og Pearl Jam-aðdáendum á þriðjudagskvöld þegar heimildarmyndin Twenty var þar sýnd í fyrsta og eina skiptið. Blandað var saman myndefni frá tuttugu ára ferli sveitarinnar, þar á meðal tónleikaupptökum og viðtölum við hljómsveitarmeðlimi. Pearl Jam var stofnuð af fyrrverandi meðlimum Mother Love Bone. Sú sveit hætti eftir fráfall söngvarans Andrews Wood en hinn feimni Eddie Vedder, plagaður af föðurmissi, hljóp í skarðið og meistaraverkið Ten varð að veruleika. Sorginni í kringum dauða Woods og undrasnöggum uppgangi Pearl Jam innan grönssenunnar í Seattle voru gerð góð skil í fyrri hluta myndarinnar, sem var töluvert skemmtilegri en sá síðari. Seinni parturinn var fínn en snerist um ráðsettu rokkarana í Pearl Jam, baráttu þeirra við Ticketmaster, harmleikinn á Hróarskelduhátíðinni og hvernig þeir reyndu að draga sig út úr sviðsljósinu og gera hlutina á eigin forsendum án nokkurra málamiðlana. Hápunktur síðari hlutans og kannski myndarinnar var tilfinningaríkur og snilldarlega samanklipptur „samsöngur" Vedders og Woods í Crown of Thorns, lagi Mother Love Bone. Wood var einn af mörgum grönsurum sem urðu fíkninni að bráð langt fyrir aldur fram á meðan Vedder hefur, þrátt fyrir lífshættulega klifurtilburði sína á tónleikum, staðið allt af sér og stendur nú uppi sem einn virtasti rokksöngvari samtímans.Freyr Bjarnason Niðurstaða:Áhugaverð og vel gerð heimildarmynd um sorgir og sigra merkrar rokksveitar.
Tengdar fréttir Magni táraðist á Twenty Aðdáendur Pearl Jam flykktust í Háskólabíó á þriðjudagskvöld til að sjá heimildarmyndina Twenty sem fjallar um tuttugu ára feril bandarísku grönssveitarinnar. Rokkarinn Magni Ásgeirsson var einn þeirra. 22. september 2011 10:00 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Magni táraðist á Twenty Aðdáendur Pearl Jam flykktust í Háskólabíó á þriðjudagskvöld til að sjá heimildarmyndina Twenty sem fjallar um tuttugu ára feril bandarísku grönssveitarinnar. Rokkarinn Magni Ásgeirsson var einn þeirra. 22. september 2011 10:00