Fyrirtæki skapi sátt með jafnlaunastaðli 27. september 2011 06:00 Launajafnrétti „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Fréttablaðið/gva Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent