Innlent

Fleiri koma þegar spáin er góð

Benni grillar Benedikt Eyjólfsson bauð upp á grillaða hamborgara í "Jeppaferð fjölskyldunnar“ á laugardag. Fréttablaðið/ÓKÁ
Benni grillar Benedikt Eyjólfsson bauð upp á grillaða hamborgara í "Jeppaferð fjölskyldunnar“ á laugardag. Fréttablaðið/ÓKÁ
Ríflega fjörutíu jeppar luku um 250 kílómetra bíltúr á laugardag þegar Bílabúð Benna blés til árvissrar „Jeppaferðar fjölskyldunnar" fyrir viðskiptavini sína. Að þessu sinni lá leiðin um Þingvöll upp að Langjökli þar sem var grillað áður en haldið var að Húsafelli og svo heim.

„Rigningarspá dró heldur úr aðsókn að þessu sinni," sagði Benedikt Eyjólfsson (Benni), framkvæmdastjóri og eigandi Bílabúðar Benna, eftir að hafa ásamt starfsfólki sínu grillað hamborgara ofan í ferðalangana við rætur Langjökuls. Þar var bjart yfir og þurrt þó rignt hafi í höfuðborginni þegar lagt var upp. „Í fyrra voru rúmlega helmingi fleiri með, en þá var spáin líka rosagóð."

Jeppar á ferð Bílalest viðskiptavina Bílabúðar Benna á Kaldadalsleið.
Benni segir Bílabúðina fyrst hafa staðið fyrir svona jeppaferð fyrir um tuttugu árum, en þá hafi um 800 jeppar verið með í ferðinni. Jeppaferð fjölskyldunnar hafi hins vegar verið árviss viðburður síðan á seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar.

Í ferðinni voru Captiva-, Musso-, Rexton-, Kyron- og Porsche-jeppar og -jepplingar og spreyttu sumir sig á því að keyra upp á jökulröndina. Jökullinn er hins vegar sagður ótryggur á þessum árstíma og því var ekki haldið langt inn á hann.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×