Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey 27. september 2011 06:00 Atburðirnir höfðu mikil áhrif Sveinn Arason ríkisendurskoðandi orti ljóð sem virðingarvott til kollega sinna í Noregi.fréttblaðið/vilhelm „Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
„Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira