Skoða greiðslur til að jafna launamun 28. september 2011 03:00 Formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir kynnti í vor svokallaða jafnlaunapotta fyrir stjórnvöldum og vildi samvinnu um útfærslu á greiðslum úr þeim strax. fréttablaðið/vilhelm Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira