Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda 28. september 2011 04:00 Umferðarþungi í Reykjavík Sundabraut átti meðal annars að létta á umferðarþunga um Vesturlandsveg.fréttablaðið/anton Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira