Fischer gegn Fischer Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. september 2011 06:00 Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Lífið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki.
Lífið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira