Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar 29. september 2011 05:00 Við veiðivötn Mosaþembur eru í hættu ef rafstrengur og ljósleiðari eru plægðir niður í jöröina utan vegstæðis í Veiðivötnum, segir Hilmar J. Malmquist, sem er í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Mynd/Hilmar J. Malmquist „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira