Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra 29. september 2011 06:30 Skilunardeild 13B nýrnadeild Landspítali-háskólasjúkrahús Hringbraut Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira