Fjölmiðlar ekki rannsakendur 29. september 2011 06:00 Björgvin Björgvinsson. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl
Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira