Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt 30. september 2011 03:00 Samstaða Lögreglumenn lögðu áherslu á kröfur sínar um leiðréttingu á launakjörum með kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu í gær.Fréttablaðið/Vilhelm Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna. „Það er rík krafa innan hópsins um að fá aftur verkfallsréttinn,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Hann segir það vopn þó bitlausara í höndum lögreglumanna en annarra hópa þar sem alltaf sé hægt að skikka stóran hluta þeirra til að vinna þrátt fyrir verkfall. Forsvarsmenn landssambandsins áttu fund með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum þriggja ráðuneyta og samninganefnd ríkisins í fjármálaráðuneytinu í gær. Niðurstaða fundarins var að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að tryggja viðunandi niðurstöðu um laun lögreglumanna. „Við megum engan tíma missa, það skiptir okkur miklu að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Steinar. Vinnuhópurinn fundar í fyrsta skipti klukkan 13 í dag. Steinar óttast atgervisflótta úr stéttinni haldi fram sem horfir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef ekki tekst að ná ásættanlegri niðurstöðu munu þeir lögreglumenn sem eiga þess kost að fara í önnur störf á næstunni gera það.“ - bj
Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira