Vilja fjölga aukakrónum fjölskyldna 1. október 2011 06:30 Margrét kristmannsdóttir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, harmar að bændum finnist samtökin ráðast að sér þegar þau hvetji til þess að innflutningur verði leyfður á svína- og kjúklingakjöti. Samtök verslunar og þjónustu hafa síðustu vikur og mánuði gagnrýnt þær miklu hömlur sem eru á innflutningi á landbúnaðarvörum. Þá hafa samtökin gagnrýnt verðhækkanir sem orðið hafa á svína- og kjúklingakjöti síðustu mánuði. „Verslunin í þessu landi stendur mjög illa og það sem okkur gengur til er að fjölga þeim krónum sem fjölskyldur eiga eftir í hverjum mánuði þegar reikningar hafa verið greiddir. Þess vegna höfum við talað gegn skattahækkunum og fyrir lægra matvælaverði. Og þegar búvörur eru 45 prósent af matarkörfu heimilanna er ekki nema eðlilegt að við beinum sjónum okkar í þessa átt,“ segir Margrét og bætir við að verslanir gætu flutt svína- og kjúklingakjöt inn til landsins og selt á talsvert lægra verði en nú er gert ef aðeins þeim yrði leyft það. Bændasamtökin hafa sagt verðhækkanirnar undanfarið skýrast af auknum launakostnaði vegna nýgerðra kjarasamninga og hækkunum á verði aðfanga. Þá hafa þau bent á að sé horft lengra aftur í tímann en síðustu 12 mánuði komi í ljós að búvörur hafi hækkað talsvert minna í verði en aðrar neysluvörur. Margrét segir það sennilega rétt að kjarasamningarnir skýri hluta af verðhækkunum en bendir á að gengi krónunnar hafi heldur styrkst á tímabilinu. Því geti þessi tvö atriði ekki skýrt eins miklar verðhækkanir og hafi orðið. Margrét segir að lokum málflutning samtakanna alls ekki vera beint gegn bændum og bætir við að standa eigi vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins. Það sé hins vegar merkilegt að ekki megi gagnrýna landbúnaðarkerfið í ljósi þess hve matvælaverð sé hátt á Íslandi og þess hve lítið bændur bera úr býtum. Auk þess bendir hún á að svína- og kjúklingakjöt sé að mestu framleitt í útjaðri höfuðborgarsvæðinu í eins konar verksmiðjum sem eigi fátt skylt með hefðbundnum landbúnaði. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira