Innlent

Þjóðin kjósi um stjórnarskrá

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að þjóðin greiði atkvæði um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Niðurstaðan verði ráðgefandi fyrir Alþingi er það fjallar um málið.

Alþingi verður sett í dag. „Stjórnarskrárfrumvarpið verður eitt af stóru málum þingsins í vetur og því ber skylda til að taka á því máli. Ég vil að frumvarpið fari fyrir nýja stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefndin ræði við stjórnlagaráð og þá sérfræðinga sem voru því til halds og trausts. Síðan vil ég að frumvarpið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum.“ Forsetakosningarnar verða haldnar 30. júní 2012.

Jóhanna segist ekki trúa því að þingmenn muni falla frá umsókn um aðild að Evrópusambandinu og svipta þannig þjóðina því tækifæri að greiða atkvæði um aðildarsamning. Skylda allra sé að vinna að sem hagstæðustum samningi.

- kóp /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×