Nú eigum við okkur myndlistarsögu Ragna Sigurðardóttir skrifar 7. október 2011 11:00 Hvítasunnudagur Kjarvals. Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran fjalla um Jóhannes Kjarval í fyrsta bindi og Æsa Sigurjónsdóttir fjallar um hann í öðru. Bækur. Íslensk listasaga I-V. Ritstjóri: Ólafur Kvaran . Listasafn Íslands og Forlagið. Útgáfusaga íslenskrar listasögu nær nokkur ár aftur í tímann, allt til ársins 2004. En nú er hún komin. Höfundar efnis eru fjórtán. Þetta eru þau Júlíana Gottskálksdóttir, Ólafur Kvaran, Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Jón Proppé, Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Laufey Helgadóttir, Eva Heislar, Gunnar B. Kvaran og Harpa Þórsdóttir. Þarna sakna ég nafna þeirra Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur, Aðalsteins Ingólfssonar, Kristínar Guðnadóttur og Auðar Övu Ólafsdóttur. Bindin eru fimm og í tímaröð, skipting markast af straumum og stefnum. Sumir listamenn eiga því innkomu í fleiri en einu bindi. Þannig fjalla t.d. bæði Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran um Kjarval í fyrsta bindi og Æsa Sigurjónsdóttir fjallar um hann í öðru. Það eykur fjölbreytni í nálgun að fleiri en einn höfundur skrifi um sama listamanninn á ólíkum tímum en fleiri dæmi eru um þetta. Túlkun frekar en sannleikurFyrstu þrjú bindi Íslensku listasögunnar taka á sama tímabili og bækur Björns Th. frá sjöunda áratugnum, en auðvitað mun ítarlegar og með öðrum áherslum. Í nýju bókinni er t.d. varpað fyrir róða þeirri skoðun að leiktjöld Sigurðar Guðmundssonar málara við leikrit Matthíasar Jochumssonar, Útilegumenn, frá 1862 teljist fyrstu, íslensku landslagsmálverkin. "…tjöld Sigurðar má hiklaust telja fyrstu landslagsmálverkin eftir íslenzkan mann“ skrifaði Björn Th. árið 1964. En árið 2011 kveður við nýjan tón, þar sem Júlíana Gottskálksdóttir telur tjöldin varla geta talist túlkun á íslenskri náttúru og að frekar beri að líta á þau sem leiktjöld. Listasagan er jú meiri túlkun en sannleikur. Þægilegt hefði verið að sjá nöfn höfunda við upphaf eða endi framlag hvers þeirra, í stað þess að leita fremst í smáa letrinu að blaðsíðutali viðkomandi. Þessi aðferð, að láta höfunda stíga skref til baka, ýtir undir þá tilfinningu að höfundar séu skrásetjarar fyrst og fremst og ekki höfundar efnis sem hægt er að nálgast á ótal mismunandi vegu. Í dag er þó almennt ríkjandi sú skoðun að forðast beri að líta á söguna almennt eða listasöguna sem sannleika. Efnistök og útlitEfnistökin eru nokkuð skýr framan af en eftir því sem nær dregur okkar tímum verða þau óljósari. Ef til vill hefði verið farsælla að sleppa árunum eftir 2000. Það hefði gert nálgun síðustu áratuga auðveldari. Hér hefur verið tekin sú ákvörðun að ljósmyndun sem slík heyri ekki til myndlistarsögunnar, ekki er heldur fjallað um byggingarlist eða hönnun. Þegar sumir listamenn vinna svo augljóslega með ljósmyndir á sviði frjálsra lista verður þó ankannalegt að sleppa þeim, ég nefni sem dæmi Pétur Thomsen og Katrínu Elvarsdóttur. Eins og flestir sem eitthvað þekkja til íslenskrar samtímalistar taldi ég allnokkur nöfn sem að mínu mati vantaði í söguna. Í verki af þessari stærðargráðu verða alltaf gloppur. Mér sýndist þó helst halla nokkuð á þá sem standa utan ríkjandi strauma og stefna. Alfreð Flóki fær varla hálfa síðu af texta og kaflinn sem hann tilheyrir er einnig helst til rýr. Ég hefði viljað sjá ítarlegri kafla um list og jafnréttisbaráttuna. En þannig mætti lengi telja og sýnist sitt hverjum. Útlit og hönnun bókanna er í anda listasögunnar frá sjöunda áratugnum, myndir njóta sín vel á síðum og það andar vel um textann. En einnig þetta er álitamál og í nýrri bókum um listasögu er oft brugðið á fjölbreyttari aðferðir, efni fleygað, rammar með textum settir inn á síður o.fl. til þess að opna textann fyrir lesandanum. Frábær heimild um ólík tímabilHér að ofan hafa verið nefnd þau atriði sem helst hafa verið umdeild í útgáfu verksins en ekki má gleyma að líta á kosti útgáfunnar. Loksins er íslensk listasaga aðgengileg öllum. Það er dásamleg tilfinning að opna þessar bækur og sjá listaverkin lifna á síðunum, að finna svo áþreifanlega að við eigum okkar eigin, íslenska myndlistarsögu. Það er bylting að geta nú flett upp á öllum helstu listamönnum 20. aldar, borið saman og skoðað þróun og breytingar í tímans rás. Bækurnar eru hver um sig frábær heimild um ólík tímabil sögunnar, sérstaklega er ritið um abstraktlistina heildstætt verk. Rakin er saga gjörninga, sagt frá sýningarhaldi og sýningarstöðum, nýjum miðlum og viðhorfum og þannig mætti áfram telja. Sá sem flettir þessum bókum verður snöggtum fróðari um sögu íslenskrar myndlistar og íslenska listamenn. Það má sannarlega kalla verkið stórvirki og höfundar eiga allir mikið lof skilið fyrir framlag sitt. Það er draumi líkast að geta nú gengið að verkum allra helstu listamanna síðustu aldar á einum stað. Ekki síst opnar útgáfan möguleika á fjölbreyttari útgáfu um einstaka þætti sögunnar. Nú þegar við erum komin yfir þennan hjalla eru okkur allir vegir færir. Niðurstaða: Íslenska listasagan er happafengur. Ekki gallalaust rit en gefur frábæra innsýn í myndlist tuttugustu aldar og fram á okkar daga. Sannkölluð gleði að fletta og skoða, fjársjóður í bókahillunni sem ég vona að sem flestir fá að njóta. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Íslensk listasaga I-V. Ritstjóri: Ólafur Kvaran . Listasafn Íslands og Forlagið. Útgáfusaga íslenskrar listasögu nær nokkur ár aftur í tímann, allt til ársins 2004. En nú er hún komin. Höfundar efnis eru fjórtán. Þetta eru þau Júlíana Gottskálksdóttir, Ólafur Kvaran, Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Jón Proppé, Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Laufey Helgadóttir, Eva Heislar, Gunnar B. Kvaran og Harpa Þórsdóttir. Þarna sakna ég nafna þeirra Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur, Aðalsteins Ingólfssonar, Kristínar Guðnadóttur og Auðar Övu Ólafsdóttur. Bindin eru fimm og í tímaröð, skipting markast af straumum og stefnum. Sumir listamenn eiga því innkomu í fleiri en einu bindi. Þannig fjalla t.d. bæði Júlíana Gottskálksdóttir og Ólafur Kvaran um Kjarval í fyrsta bindi og Æsa Sigurjónsdóttir fjallar um hann í öðru. Það eykur fjölbreytni í nálgun að fleiri en einn höfundur skrifi um sama listamanninn á ólíkum tímum en fleiri dæmi eru um þetta. Túlkun frekar en sannleikurFyrstu þrjú bindi Íslensku listasögunnar taka á sama tímabili og bækur Björns Th. frá sjöunda áratugnum, en auðvitað mun ítarlegar og með öðrum áherslum. Í nýju bókinni er t.d. varpað fyrir róða þeirri skoðun að leiktjöld Sigurðar Guðmundssonar málara við leikrit Matthíasar Jochumssonar, Útilegumenn, frá 1862 teljist fyrstu, íslensku landslagsmálverkin. "…tjöld Sigurðar má hiklaust telja fyrstu landslagsmálverkin eftir íslenzkan mann“ skrifaði Björn Th. árið 1964. En árið 2011 kveður við nýjan tón, þar sem Júlíana Gottskálksdóttir telur tjöldin varla geta talist túlkun á íslenskri náttúru og að frekar beri að líta á þau sem leiktjöld. Listasagan er jú meiri túlkun en sannleikur. Þægilegt hefði verið að sjá nöfn höfunda við upphaf eða endi framlag hvers þeirra, í stað þess að leita fremst í smáa letrinu að blaðsíðutali viðkomandi. Þessi aðferð, að láta höfunda stíga skref til baka, ýtir undir þá tilfinningu að höfundar séu skrásetjarar fyrst og fremst og ekki höfundar efnis sem hægt er að nálgast á ótal mismunandi vegu. Í dag er þó almennt ríkjandi sú skoðun að forðast beri að líta á söguna almennt eða listasöguna sem sannleika. Efnistök og útlitEfnistökin eru nokkuð skýr framan af en eftir því sem nær dregur okkar tímum verða þau óljósari. Ef til vill hefði verið farsælla að sleppa árunum eftir 2000. Það hefði gert nálgun síðustu áratuga auðveldari. Hér hefur verið tekin sú ákvörðun að ljósmyndun sem slík heyri ekki til myndlistarsögunnar, ekki er heldur fjallað um byggingarlist eða hönnun. Þegar sumir listamenn vinna svo augljóslega með ljósmyndir á sviði frjálsra lista verður þó ankannalegt að sleppa þeim, ég nefni sem dæmi Pétur Thomsen og Katrínu Elvarsdóttur. Eins og flestir sem eitthvað þekkja til íslenskrar samtímalistar taldi ég allnokkur nöfn sem að mínu mati vantaði í söguna. Í verki af þessari stærðargráðu verða alltaf gloppur. Mér sýndist þó helst halla nokkuð á þá sem standa utan ríkjandi strauma og stefna. Alfreð Flóki fær varla hálfa síðu af texta og kaflinn sem hann tilheyrir er einnig helst til rýr. Ég hefði viljað sjá ítarlegri kafla um list og jafnréttisbaráttuna. En þannig mætti lengi telja og sýnist sitt hverjum. Útlit og hönnun bókanna er í anda listasögunnar frá sjöunda áratugnum, myndir njóta sín vel á síðum og það andar vel um textann. En einnig þetta er álitamál og í nýrri bókum um listasögu er oft brugðið á fjölbreyttari aðferðir, efni fleygað, rammar með textum settir inn á síður o.fl. til þess að opna textann fyrir lesandanum. Frábær heimild um ólík tímabilHér að ofan hafa verið nefnd þau atriði sem helst hafa verið umdeild í útgáfu verksins en ekki má gleyma að líta á kosti útgáfunnar. Loksins er íslensk listasaga aðgengileg öllum. Það er dásamleg tilfinning að opna þessar bækur og sjá listaverkin lifna á síðunum, að finna svo áþreifanlega að við eigum okkar eigin, íslenska myndlistarsögu. Það er bylting að geta nú flett upp á öllum helstu listamönnum 20. aldar, borið saman og skoðað þróun og breytingar í tímans rás. Bækurnar eru hver um sig frábær heimild um ólík tímabil sögunnar, sérstaklega er ritið um abstraktlistina heildstætt verk. Rakin er saga gjörninga, sagt frá sýningarhaldi og sýningarstöðum, nýjum miðlum og viðhorfum og þannig mætti áfram telja. Sá sem flettir þessum bókum verður snöggtum fróðari um sögu íslenskrar myndlistar og íslenska listamenn. Það má sannarlega kalla verkið stórvirki og höfundar eiga allir mikið lof skilið fyrir framlag sitt. Það er draumi líkast að geta nú gengið að verkum allra helstu listamanna síðustu aldar á einum stað. Ekki síst opnar útgáfan möguleika á fjölbreyttari útgáfu um einstaka þætti sögunnar. Nú þegar við erum komin yfir þennan hjalla eru okkur allir vegir færir. Niðurstaða: Íslenska listasagan er happafengur. Ekki gallalaust rit en gefur frábæra innsýn í myndlist tuttugustu aldar og fram á okkar daga. Sannkölluð gleði að fletta og skoða, fjársjóður í bókahillunni sem ég vona að sem flestir fá að njóta.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira