Tónlist. Þetta reddast. Stjörnuryk.
Stjörnuryk er rapphljómsveit frá Ísafirði sem sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu, Þetta reddast. Platan inniheldur hvorki meira né minna en 17 lög og á meðal gestarappara eru hinn ungi Ísfirðingur MC Ísaksen og bræðurnir Sesar A og Blazroca.
Meðlimir Stjörnuryks sýna oft ágæt tilþrif á plötunni, t.d. í lögunum Ferskur dagur, Ísafjörður, Lífið er kapphlaup og Glætan, en það vantar ennþá töluvert upp á taktana og hljóminn. Stjörnuryk er samt efnileg sveit. Næsta plata verður örugglega betri.
Niðurstaða: Ágætir sprettir, en heildin ekki nógu sterk.
Gagnrýni