Hæstaréttardómari kærður fyrir að bera lögreglumann röngum sökum 11. október 2011 06:30 Í niðurstöðu héraðsdóms segir að verklagið hafi allt verið ákveðið í höfuðstöðvum lögreglunnar á Selfossi áður en vaktin hófst. Lengi hefði tíðkast að "kæla“ ódæla menn niður með því að aka þeim nokkurn spöl frá skemmtanasvæði.Fréttablaðið/pjetur Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira