Hæstaréttardómari tjáir sig ekki um kæru 13. október 2011 06:00 Árni Kolbeinsson „Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Hann veitir ekki viðtal,“ voru skilaboðin sem starfsmaður Hæstaréttar bar Fréttablaðinu eftir að það hafði ítrekað falast eftir viðtali við Árna Kolbeinsson hæstaréttardómara. Tilefnið var að leita viðbragða hans við kæru á hendur honum sem borist hefur frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi til embættis ríkissaksóknara. Varðstjórinn, Svanur Kristinsson, kærir Árna fyrir rangar sakargiftir. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Svanur sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands eftir að Árni hafði kært hann fyrir afglöp í starfi. Tilefni kærunnar var að lögregla hafði ekið ölvuðum pilti, sem hafði ítrekað ónáðað lögreglumenn, af útihátíðarsvæði í Galtalæk sumarið 2010 og skilið hann eftir. Pilturinn fór heim að sumarbústað Árna og bankaði þar og sparkaði í hurðir. Árni hringdi í lögreglu, sem sótti piltinn. Svanur varðstjóri var annar tveggja lögreglumanna sem það gerðu. Þessa tvo lögreglumenn kærði Árni, þar sem þeir hefðu farið frá bústaðnum án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn síðan eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Pilturinn umræddi lagði ekki fram kæru í þessu máli. Fréttavefurinn DV.is hafði eftir Árna, skömmu eftir að fréttin birtist í Fréttablaðinu, að hann teldi kæru Svans alveg fráleita. Árni kvaðst ekki skilja málið, enda hefði kæra hans aldrei beinst að varðstjóranum. Hann hefði aldrei haft nein samskipti við hann né hitt hann. Hins vegar hefðu tveir lögregluþjónar komið fram við sig með ákveðnum hætti sumarið 2010 og hefði hann beint kæru sinni að þeim. Eins og fram kemur að framan var Svanur Kristinsson annar þessara tveggja lögreglumanna og fór mál gegn honum fyrir dóm, þar sem Árni mætti til skýrslugjafar ásamt fleirum.- jss
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira