Tónlist

Samstarf við Hammond

flott samstarf Árni Hjörvar og félagar í The Vaccines unnu nýverið með Albert Hammond Jr.
flott samstarf Árni Hjörvar og félagar í The Vaccines unnu nýverið með Albert Hammond Jr.
Rokksveitin The Vaccines, með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, gefur út nýja smáskífu 4. desember. Þar verður lagið Wetsuit af fyrstu plötu sveitarinnar, What Did You Expect From The Vaccines?, og einnig Tiger Blood sem var tekið upp í samvinnu við Albert Hammond Jr., gítarleikara The Strokes.

The Vaccines hefur verið verið að semja nýtt efni að undanförnu og brá sér til New York og tók upp þetta nýja lag í hljóðverinu hans. The Vaccines átti að spila á Airwaves-hátíðinni sem hófst í gær en þurfti að hætta við vegna veikinda söngvarans. Næst á dagskrá hjá bandinu er tónleikaferð um Bretland sem hefst 28. október þar sem það hitar fyrst um sinn upp fyrir Arctic Monkeys. What Did You Expect From The Vaccines? hefur náð gullsölu í Bretlandi síðan hún kom út í mars, með yfir 200 þúsund seld eintök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×