„Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 07:01 Tónlistarkonan, Reykjavíkurdóttirin og Amabadaman Steinunn var að senda frá sér splunkunýtt lag sem er fyrsta lag í sólóverkefni hennar. Lagið vann hún með Gnúsa Yones, manninum sínum. Saga Sig „Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa,“ segir tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir, jafnan tengd við hljómsveitirnar Reykjavíkurdætur og Amabadama. Hún er að vinna að sólóplötu og fagnar því að áratugur sé liðinn frá því að fyrsti smellur Amabadama fór út. Draumur að fá Steina með Á köldum kvöldum er fyrsta smáskífan af plötu Steinunnar og kom út á dögunum. Steinunn vinnur plötuna með eiginmanni sínum, lagahöfundinum og upptökustjóranum Gnúsa Yones. Ásamt Steinunni ljáir söngvarinn Þorsteinn Einarsson, eða Steini í Hjálmum, laginu rödd sína. Steinunn og Gnúsi hafa áður samið og gefið út tónlist saman með hljómsveit sinni Amabadama. „Fyrsta lagið sem við sendum frá okkur var lagið Hossa hossa sem á einmitt tíu ára afmæli í sumar. Því þótti okkur vel við hæfi að fagna tímamótunum með því að hrinda þessu nýja verkefni af stað,“ segir Steinunn brosandi. Platan sem þau hafa dundað sér við að taka upp síðustu árin er nú vel á veg komin og þau geta ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra meira. „Á köldum kvöldum varð til eitt kalt kvöld fyrir ekki svo löngu. Gnúsi bauð mér í heimsókn í hljóðverið og sýndi mér þennan yndislega rytma sem hann hafði verið að vinna að kvöldið áður. Það vildi svo vel til að ég hafði einmitt eytt sama kvöldi í textasmíðar. Ég skellti mér á hljóðnemann og fyrr en varði var lagið farið að taka á sig mynd. Ég fann fljótt að mig langaði að fá annan söngvara til að syngja seinna versið og þar var Steini strax efstur á blaði en hann hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og mínum eins og gefur að skilja. Fallegri rödd er erfitt að finna. Hann sló til okkur til mikillar gleði og kom og tók upp einn góðan dag í júlí. Gnúsi hélt svo áfram að gera grúvið eins gott og verður á kosið og allt í einu small allt, þegar skiptust á skin og skúrir og landann var farið að lengja í sólardag,“ segir Steinunn um lagið. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN (@steinunnjon) Örlagaríkt rappkonukvöld breytti lífinu Aðspurð hvað standi upp úr frá hennar ferli síðastliðinn áratug segir Steinunn: „Það er smá óraunverulegt að líta til baka því það gerðist svo margt á þessum tíu árum. Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa og er svo þakklát fyrir allar þær mögnuðu slóðir sem tónlistarferillinn hefur leitt mig á, líka þær þyrnigrónu.“ Reykjavíkurdætur hafa komið fram víða um heim á stórum tónleikum.Aðsend Hún segist fyrst og fremst mjög þakklát fyrir allt fólkið sem hún hefur fengið að vera samferða. „Gnúsa minn auðvitað og svo veit ég ekki endilega hvort ég væri að rappa í dag ef Blær og Kolfinna hefðu ekki ákveðið að halda Rappkonukvöld og búa til pláss fyrir konur í þessari annars karllægu senu. Það er því að þakka að Reykjavíkurdætur urðu til þó við séum fleiri sem höfum svo haldið í fleyinu á floti og siglt því inn í fjarlægar og framandi hafnir sem við bjuggumst aldrei við að fá tækifæri til að heimsækja þegar við fórum af stað. Þarna komum við saman fyrir rúmum tíu árum, frekar sundurleitur hópur af konum sem voru rétt að skríða af táningsaldri og höfum síðan fengið að vaxa og þroskast saman, sem listamenn en líka sem manneskjur og vinkonur. Við fórum frá því að vera algjörir byrjendur að koma fram með fyrstu rímurnar okkar á litlum börum á Íslandi yfir í að vera mjög vel smurð hljómsveit á risastórum tónlistarhátíðum út um allan heim, með tryllt „show“ og tónlist sem við sköpuðum frá grunni. Það að hafa fengið að upplifa þetta ferðalag með þessum bestu konum hefur verið tryllt út af fyrir sig og að fá í leiðinni að gera það sem ég elska mest, sem er að búa til tónlist og flytja hana á sviði er ævintýri lífs míns. Að finna að við höfum haft einhver mögnuð áhrif á fólkið sem kom og horfði er ómetanlegt. Næst á dagskrá eru svo tónleikar með Sinfó og Ham í Eldborg í nóvember sem er auðvitað algjört drauma gigg.“ Mikið partý, lítill svefn og svo næsta gigg Hún segir að Amabadama ævintýrið hafi ekki síður verið magnað. „Það kenndi mér líka fullt og gaf mér enn fleira. Þar stendur kannski helst upp úr þegar ég lít til baka þessar góðu viðtökur sem við fengum hérna á Íslandi og tækifærin sem komu í kjölfarið. Allar tónleikaferðirnar um landið og það hversu gaman fólki fannst á tónleikunum okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að koma fólki út á dansgólfið. Það var líka bara svo gaman hjá okkur þó þetta hafi líka alveg stundum verið mikið rugl. Einhver hress tónleikagestur bauð allri hersingunni í gott partý eftir tónleikana og við skemmtum okkur fram eftir, sváfum smá og fórum svo í flugi þvert yfir landið til að halda aðra tónleika og endurtaka leikinn. Mikið og kærkomið stuð. Smám saman urðu tónleikaferðirnar samt rólegri, hjá báðum böndum. Ég man ekki hvenær það gerðist en allt í einu var það besta við það að fara út á land eða til útlanda að spila orðið það að leggjast í mjúkt hótelrúm og vakna í morgunverðarhlaðborðið.“ Salka Sól og Steinunn voru saman í Amabadama og um tíma í Reykjavíkurdætrum líka.Aðsend Tengdamamma ánægð með samvinnuna Hún segir að það hafi sömuleiðis verið verðmætt að uppgötva hversu vel hún og Gnúsi vinna saman. „Það er ekki sjálfgefið. Að búa saman, skapa saman, ala upp börn saman og vinna saman og fá samt ekki nóg af hvort öðru. En það gengur hjá okkur og við búum til bestu lögin okkar saman myndu sumir segja, allavega tengdamamma. Sambandið er líka eiginlega best þegar við erum skapandi saman. Því þannig þrífumst við bæði best. Við verðum alltaf að vera með eitthvað á prjónunum.“ Steinunn og Gnúsi með börnunum sínum.Aðsend Sömuleiðis segir Steinunn að þessi tónlistarævintýri tengist mjög fallega. „Hossa hossa varð náttúrulega til því mig langaði að koma fram á rappkonukvöldi sem Blær og Kolfinna héldu. Því með því að koma fram á rappkonukvöldi fékk maður innvígslu í Reykjavíkurdætur. Ég sagði við Gnúsa að mig langaði að gera Dancehall lag og hann sendi mér taktinn og ég samdi svo Hossa bara í sófanum heima og frumflutti á þessu Rappkonukvöldi í desember 2013. Þetta var sama kvöld og lagið Reykjavíkurdætur hafði verið samið til að auglýsa. Mikilvægt kvöld í mínu lífi og mjög örlagaríkt. Þarna var ég allt í einu orðin Reykjavíkurdóttir og við búin að semja vinsælasta lag sem við höfum nokkurn tíma samið, sem var jafnframt fyrsta lagið sem ég og Gnúsi sömdum saman.“ Hossa hossa er fyrsta lagið sem parið Gnúsi og Steinunn sömdu saman.Aðsend Skot við fyrstu sýn á Prikinu Gnúsi og Steinunn hafa verið par í yfir áratug. Blaðamaður spyr hana hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. „Við kynntumst á Prikinu og það var allavega skot við fyrstu sýn, segir Steinunn kímin og bætir við: „Ég var nýorðin tvítug og bjó á Skólavörðustígnum með vinkonu minni en Gnúsi er aðeins eldri. Hann var aðeins tvístígandi í fyrstu út af aldursmuninum ef ég man rétt. En hann komst fljótt yfir það. Kannski þegar hann áttaði sig á því að ég væri mjög gömul sál. Ég man að það var strax einhver sérstök tenging. Það er kannski ást við fyrstu sýn?“ Parið fann strax sameiginlegan völl í tónlistinni. „Hún skiptir okkur bæði svo miklu máli og hefur alltaf gert. Ég fékk frekar klassískt tónlistaruppeldi. Ekki þannig að foreldrar mínir væru að hlusta á klassík heldur söng ég í kór og æfði á víólu. Heima var það rokkið og gömlu íslensku stjörnurnar; Ellý, Erla, Haukur og Villi. Gnúsi var náttúrulega 90’s rappari og pródúser svo hann er algjör grúskari. Hann kynnti mig svo fyrir reggae’inu og ég féll kylliflöt. Rvk Soundsystem kvöldin á Hemma og Valda standa alveg líka upp úr þegar ég horfi til baka til þess tíma þegar við vorum að byrja með Amabadama. Reggae’ið hefur verið mín stærsta ástríða síðan. Það er tónlistin sem ég set á heima og elska að loka augunum og dansa við. Það reyndist mér líka vel að vera með forvígismann íslenska rappsins á kantinum þegar ég var að stíga mín fyrstu skref með Reykjavíkurdætrum. Ekki það að hann þyrfti nokkurn tíma að skrifa fyrir mig en hann gat ýtt mér fram hjá nokkrum byrjendamistökum sem hefði verið auðvelt að hrasa um.“ Steinunn hefur lært ótrúleg mikið á síðastliðnum áratugi og segir hún kærkomið að eiga maka sem getur stutt við hana og unnið með henni.Aðsend Einlægnin leiðarljósið Hún segir frelsandi tilfinningu fylgja því að senda frá sér tónlist og er full tilhlökkunar að gefa út nýju plötuna. „Það er eitthvað svo frelsandi að vera bara að skapa tvö. Ég hef verið í mjög fjölmennum böndum allan minn feril og ég elska það og hlakka til að halda því áfram en það var alveg kominn tími til að prófa líka að vera alveg sjálfstæð í sköpuninni. Við erum búin að vera að dunda okkur svo lengi við að semja þessi lög og nostra við þau í stúdíóinu þannig að það er mjög gaman að gefa loks út þetta fyrsta lag. Ég er eiginlega bara mjög spennt og hlakka til að leyfa fólki að heyra meira.“ Tónlistarparið Steinunn og Gnúsi Yones eru spennt fyrir framhaldinu.Aðsend Hún segir lögin og textana koma úr ýmsum áttum. „Sumt er sótt í sár sem eru enn að gróa þannig að það getur vel verið að ég muni upplifa einhverjar aðrar tilfinningar þegar þau koma út. Ég er sjálf samt á þannig stað að ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman, því ég veit að þetta eru textar og lög sem ég og við sömdum af einlægni til þess að fá útrás fyrir sköpunarþörfina. Draumurinn er auðvitað að fólk hlusti og að við séum komin af stað í enn eitt ævintýrið en ef það verður ekki alveg jafn viðburðaríkt og hin tvö sem ég er búin að fá að upplifa er það allt í lagi. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Steinunn að lokum. Hér má hlusta á lagið Á köldum kvöldum á streymisveitunni Spotify. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Draumur að fá Steina með Á köldum kvöldum er fyrsta smáskífan af plötu Steinunnar og kom út á dögunum. Steinunn vinnur plötuna með eiginmanni sínum, lagahöfundinum og upptökustjóranum Gnúsa Yones. Ásamt Steinunni ljáir söngvarinn Þorsteinn Einarsson, eða Steini í Hjálmum, laginu rödd sína. Steinunn og Gnúsi hafa áður samið og gefið út tónlist saman með hljómsveit sinni Amabadama. „Fyrsta lagið sem við sendum frá okkur var lagið Hossa hossa sem á einmitt tíu ára afmæli í sumar. Því þótti okkur vel við hæfi að fagna tímamótunum með því að hrinda þessu nýja verkefni af stað,“ segir Steinunn brosandi. Platan sem þau hafa dundað sér við að taka upp síðustu árin er nú vel á veg komin og þau geta ekki beðið eftir að leyfa fólki að heyra meira. „Á köldum kvöldum varð til eitt kalt kvöld fyrir ekki svo löngu. Gnúsi bauð mér í heimsókn í hljóðverið og sýndi mér þennan yndislega rytma sem hann hafði verið að vinna að kvöldið áður. Það vildi svo vel til að ég hafði einmitt eytt sama kvöldi í textasmíðar. Ég skellti mér á hljóðnemann og fyrr en varði var lagið farið að taka á sig mynd. Ég fann fljótt að mig langaði að fá annan söngvara til að syngja seinna versið og þar var Steini strax efstur á blaði en hann hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og mínum eins og gefur að skilja. Fallegri rödd er erfitt að finna. Hann sló til okkur til mikillar gleði og kom og tók upp einn góðan dag í júlí. Gnúsi hélt svo áfram að gera grúvið eins gott og verður á kosið og allt í einu small allt, þegar skiptust á skin og skúrir og landann var farið að lengja í sólardag,“ segir Steinunn um lagið. View this post on Instagram A post shared by STEINUNN (@steinunnjon) Örlagaríkt rappkonukvöld breytti lífinu Aðspurð hvað standi upp úr frá hennar ferli síðastliðinn áratug segir Steinunn: „Það er smá óraunverulegt að líta til baka því það gerðist svo margt á þessum tíu árum. Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa og er svo þakklát fyrir allar þær mögnuðu slóðir sem tónlistarferillinn hefur leitt mig á, líka þær þyrnigrónu.“ Reykjavíkurdætur hafa komið fram víða um heim á stórum tónleikum.Aðsend Hún segist fyrst og fremst mjög þakklát fyrir allt fólkið sem hún hefur fengið að vera samferða. „Gnúsa minn auðvitað og svo veit ég ekki endilega hvort ég væri að rappa í dag ef Blær og Kolfinna hefðu ekki ákveðið að halda Rappkonukvöld og búa til pláss fyrir konur í þessari annars karllægu senu. Það er því að þakka að Reykjavíkurdætur urðu til þó við séum fleiri sem höfum svo haldið í fleyinu á floti og siglt því inn í fjarlægar og framandi hafnir sem við bjuggumst aldrei við að fá tækifæri til að heimsækja þegar við fórum af stað. Þarna komum við saman fyrir rúmum tíu árum, frekar sundurleitur hópur af konum sem voru rétt að skríða af táningsaldri og höfum síðan fengið að vaxa og þroskast saman, sem listamenn en líka sem manneskjur og vinkonur. Við fórum frá því að vera algjörir byrjendur að koma fram með fyrstu rímurnar okkar á litlum börum á Íslandi yfir í að vera mjög vel smurð hljómsveit á risastórum tónlistarhátíðum út um allan heim, með tryllt „show“ og tónlist sem við sköpuðum frá grunni. Það að hafa fengið að upplifa þetta ferðalag með þessum bestu konum hefur verið tryllt út af fyrir sig og að fá í leiðinni að gera það sem ég elska mest, sem er að búa til tónlist og flytja hana á sviði er ævintýri lífs míns. Að finna að við höfum haft einhver mögnuð áhrif á fólkið sem kom og horfði er ómetanlegt. Næst á dagskrá eru svo tónleikar með Sinfó og Ham í Eldborg í nóvember sem er auðvitað algjört drauma gigg.“ Mikið partý, lítill svefn og svo næsta gigg Hún segir að Amabadama ævintýrið hafi ekki síður verið magnað. „Það kenndi mér líka fullt og gaf mér enn fleira. Þar stendur kannski helst upp úr þegar ég lít til baka þessar góðu viðtökur sem við fengum hérna á Íslandi og tækifærin sem komu í kjölfarið. Allar tónleikaferðirnar um landið og það hversu gaman fólki fannst á tónleikunum okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að koma fólki út á dansgólfið. Það var líka bara svo gaman hjá okkur þó þetta hafi líka alveg stundum verið mikið rugl. Einhver hress tónleikagestur bauð allri hersingunni í gott partý eftir tónleikana og við skemmtum okkur fram eftir, sváfum smá og fórum svo í flugi þvert yfir landið til að halda aðra tónleika og endurtaka leikinn. Mikið og kærkomið stuð. Smám saman urðu tónleikaferðirnar samt rólegri, hjá báðum böndum. Ég man ekki hvenær það gerðist en allt í einu var það besta við það að fara út á land eða til útlanda að spila orðið það að leggjast í mjúkt hótelrúm og vakna í morgunverðarhlaðborðið.“ Salka Sól og Steinunn voru saman í Amabadama og um tíma í Reykjavíkurdætrum líka.Aðsend Tengdamamma ánægð með samvinnuna Hún segir að það hafi sömuleiðis verið verðmætt að uppgötva hversu vel hún og Gnúsi vinna saman. „Það er ekki sjálfgefið. Að búa saman, skapa saman, ala upp börn saman og vinna saman og fá samt ekki nóg af hvort öðru. En það gengur hjá okkur og við búum til bestu lögin okkar saman myndu sumir segja, allavega tengdamamma. Sambandið er líka eiginlega best þegar við erum skapandi saman. Því þannig þrífumst við bæði best. Við verðum alltaf að vera með eitthvað á prjónunum.“ Steinunn og Gnúsi með börnunum sínum.Aðsend Sömuleiðis segir Steinunn að þessi tónlistarævintýri tengist mjög fallega. „Hossa hossa varð náttúrulega til því mig langaði að koma fram á rappkonukvöldi sem Blær og Kolfinna héldu. Því með því að koma fram á rappkonukvöldi fékk maður innvígslu í Reykjavíkurdætur. Ég sagði við Gnúsa að mig langaði að gera Dancehall lag og hann sendi mér taktinn og ég samdi svo Hossa bara í sófanum heima og frumflutti á þessu Rappkonukvöldi í desember 2013. Þetta var sama kvöld og lagið Reykjavíkurdætur hafði verið samið til að auglýsa. Mikilvægt kvöld í mínu lífi og mjög örlagaríkt. Þarna var ég allt í einu orðin Reykjavíkurdóttir og við búin að semja vinsælasta lag sem við höfum nokkurn tíma samið, sem var jafnframt fyrsta lagið sem ég og Gnúsi sömdum saman.“ Hossa hossa er fyrsta lagið sem parið Gnúsi og Steinunn sömdu saman.Aðsend Skot við fyrstu sýn á Prikinu Gnúsi og Steinunn hafa verið par í yfir áratug. Blaðamaður spyr hana hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. „Við kynntumst á Prikinu og það var allavega skot við fyrstu sýn, segir Steinunn kímin og bætir við: „Ég var nýorðin tvítug og bjó á Skólavörðustígnum með vinkonu minni en Gnúsi er aðeins eldri. Hann var aðeins tvístígandi í fyrstu út af aldursmuninum ef ég man rétt. En hann komst fljótt yfir það. Kannski þegar hann áttaði sig á því að ég væri mjög gömul sál. Ég man að það var strax einhver sérstök tenging. Það er kannski ást við fyrstu sýn?“ Parið fann strax sameiginlegan völl í tónlistinni. „Hún skiptir okkur bæði svo miklu máli og hefur alltaf gert. Ég fékk frekar klassískt tónlistaruppeldi. Ekki þannig að foreldrar mínir væru að hlusta á klassík heldur söng ég í kór og æfði á víólu. Heima var það rokkið og gömlu íslensku stjörnurnar; Ellý, Erla, Haukur og Villi. Gnúsi var náttúrulega 90’s rappari og pródúser svo hann er algjör grúskari. Hann kynnti mig svo fyrir reggae’inu og ég féll kylliflöt. Rvk Soundsystem kvöldin á Hemma og Valda standa alveg líka upp úr þegar ég horfi til baka til þess tíma þegar við vorum að byrja með Amabadama. Reggae’ið hefur verið mín stærsta ástríða síðan. Það er tónlistin sem ég set á heima og elska að loka augunum og dansa við. Það reyndist mér líka vel að vera með forvígismann íslenska rappsins á kantinum þegar ég var að stíga mín fyrstu skref með Reykjavíkurdætrum. Ekki það að hann þyrfti nokkurn tíma að skrifa fyrir mig en hann gat ýtt mér fram hjá nokkrum byrjendamistökum sem hefði verið auðvelt að hrasa um.“ Steinunn hefur lært ótrúleg mikið á síðastliðnum áratugi og segir hún kærkomið að eiga maka sem getur stutt við hana og unnið með henni.Aðsend Einlægnin leiðarljósið Hún segir frelsandi tilfinningu fylgja því að senda frá sér tónlist og er full tilhlökkunar að gefa út nýju plötuna. „Það er eitthvað svo frelsandi að vera bara að skapa tvö. Ég hef verið í mjög fjölmennum böndum allan minn feril og ég elska það og hlakka til að halda því áfram en það var alveg kominn tími til að prófa líka að vera alveg sjálfstæð í sköpuninni. Við erum búin að vera að dunda okkur svo lengi við að semja þessi lög og nostra við þau í stúdíóinu þannig að það er mjög gaman að gefa loks út þetta fyrsta lag. Ég er eiginlega bara mjög spennt og hlakka til að leyfa fólki að heyra meira.“ Tónlistarparið Steinunn og Gnúsi Yones eru spennt fyrir framhaldinu.Aðsend Hún segir lögin og textana koma úr ýmsum áttum. „Sumt er sótt í sár sem eru enn að gróa þannig að það getur vel verið að ég muni upplifa einhverjar aðrar tilfinningar þegar þau koma út. Ég er sjálf samt á þannig stað að ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman, því ég veit að þetta eru textar og lög sem ég og við sömdum af einlægni til þess að fá útrás fyrir sköpunarþörfina. Draumurinn er auðvitað að fólk hlusti og að við séum komin af stað í enn eitt ævintýrið en ef það verður ekki alveg jafn viðburðaríkt og hin tvö sem ég er búin að fá að upplifa er það allt í lagi. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Steinunn að lokum. Hér má hlusta á lagið Á köldum kvöldum á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira