Fjárheimildir hækka um 14 milljarða 14. október 2011 05:00 fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga í gær. Útgjöld aukast töluvert vegna kjarasamninga. fréttablaðið/anton Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. Tekjuáætlun ársins 2011 er hækkuð um 10 milljarða, þar sem 3,8 prósenta betri innheimta hefur verið á tekjum fyrstu 8 mánuði ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af hækka frumtekjur um 9,3 milljarða og vaxtatekjur um 0,8 milljarða. Í skýringum með frumvarpinu segir að mestar breytingar fjárheimilda eigi rætur að rekja til áhrifa af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu og hækkana á bótum almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga sem ákveðnar voru í kjölfarið á því. Meðalhækkun á launaliðum stofnana vegna kjarasamninga er rétt um 5 prósent í frumvarpinu en bótagreiðslur voru hækkaðar um 8,1 prósent. Gert er ráð fyrir að í ár verði heildartekjur ríkissjóðs 482,7 milljarðar króna á rekstrargrunni og heildargjöld 524 milljarðar króna. Áætlað er að heildarjöfnuður ársins verði neikvæður um 41,3 milljarða en frumjöfnuður jákvæður um 4,5 milljarða. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um tæpa 52 milljarða króna og hreinn lánsfjárjöfnuður neikvæður um 46 milljarða. - kóp Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Óskað er eftir hækkunum fjárheimilda ríkissjóðs um 14,2 milljarða króna í fjáraukalögum fyrir árið 2011, en þau voru lögð fram á þingi í gær. Stærstu útgjaldaliðirnir tengjast kjarasamningum. Tekjuáætlun ársins 2011 er hækkuð um 10 milljarða, þar sem 3,8 prósenta betri innheimta hefur verið á tekjum fyrstu 8 mánuði ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar af hækka frumtekjur um 9,3 milljarða og vaxtatekjur um 0,8 milljarða. Í skýringum með frumvarpinu segir að mestar breytingar fjárheimilda eigi rætur að rekja til áhrifa af kjarasamningum sem gerðir hafa verið á árinu og hækkana á bótum almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga sem ákveðnar voru í kjölfarið á því. Meðalhækkun á launaliðum stofnana vegna kjarasamninga er rétt um 5 prósent í frumvarpinu en bótagreiðslur voru hækkaðar um 8,1 prósent. Gert er ráð fyrir að í ár verði heildartekjur ríkissjóðs 482,7 milljarðar króna á rekstrargrunni og heildargjöld 524 milljarðar króna. Áætlað er að heildarjöfnuður ársins verði neikvæður um 41,3 milljarða en frumjöfnuður jákvæður um 4,5 milljarða. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um tæpa 52 milljarða króna og hreinn lánsfjárjöfnuður neikvæður um 46 milljarða. - kóp
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira