Plastic Ono Band á Iceland Airwaves: Salurinn tæmdist 15. október 2011 00:01 Plastic Ono Band Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu. Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Plastic Ono Band, Norðurljós í Hörpu. Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra. Áður en yfir lauk var aðeins fámennur hópur eldheitra Bítlaaðdáenda eftir í salnum. Yoko söng lög af síðustu sólóplötu sinni auk eldri laga, þar á meðal Walking on Thin Ice. Flest lögin voru sveimkennd þar sem Yoko sönglaði eitthvað í hljóðnemann. Svo stigmögnuðust þau með háværum skrækjum Yoko en róuðust aftur í lokin. Undirleikurinn var mjög góður, með Sean sem hljómsveitarstjóra, en stundum hafði maður á tilfinningunni að Yoko væri að fremja gjörning á sviðinu. Í lokin steig söngkonan úr Tune:Yards á svið og söng lag til heiðurs Yoko. Sú gamla söng með henni í lokin og fór vel á með þeim tveimur. Eftir grúvað lokadjamm þakkaði Yoko fyrir sig og hét því að snúa aftur að ári liðnu. - fb
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira