Ghostigital á Iceland Airwaves: Harðasta bandið 17. október 2011 14:30 Ghostigital. Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira