Flökraði við þæfðri ull 27. október 2011 11:00 Auður Karitas Ásgeirsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Auður Karitas Ásgeirsdóttir, fatahönnuður og stílisti hjá ljósmyndastúdíóinu Magg, var ekkert hrifin af ull sem hráefni þegar hún var við nám. Gömul Álafossflík breytti því þó og nú er hún höfundurinn á bak við ullarflíkurnar í Geysi á Skólavörðustíg. „Ef ég heyrði „þæfð ull“ varð mér flökurt,“ segir hún og hlær. „Svo sá ég ótrúlega eitís prjónaflík á útsölurekka hjá Álafossi sem var svo falleg og þá kviknaði ljós í kollinum á mér að gera 2010-útgáfu af henni,“ segir Auður, sem lagðist í framhaldinu yfir íslenska menningararfinn í hugmyndavinnu. „Ég skoðaði mikið gamlar ljósmyndabækur, gömul íslensk frímerki og vefnað og heimsótti líka byggðasöfn. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi hjá Glófa og þar hafa menn mikla þolinmæði gagnvart mér þegar ég er að breyta munstrum og litum. Íslenska ullin er svolítið gróf en voðirnar eru meðhöndlaðar, ýfðar upp á báðum hliðum og mýktar,“ segir hún og virðist alveg hafa tekið ullina í sátt. Spurð hvort hún eigi sér uppáhaldsflík segir hún slána Auði í uppáhaldi. „Það er fyrsta sláin sem ég gerði. Mér þykir alltaf vænt um hana en hún var upphafið að þessu spennandi verkefni.“ heida@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira