Álitamál hvort skoða má símreikning 27. október 2011 06:00 Sigurður G. Guðjónsson Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“ Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Fram kemur í lögbannskröfu Iceland Express að starfsmenn félagsins hafi komist á snoðir um fyrirætlanir Matthíasar með því að skoða yfirlit yfir notkun hans á farsíma sem hann fékk að taka með sér frá félaginu en það greiddi fyrir út sex mánaða uppsagnarfrestinn. Þar hafi komið í ljós að hann hafi átt í samskiptum við viðskiptavini og starfsmenn Iceland Express eftir starfslok sín og reynt að lokka þá til liðs við nýtt flugfélag. Í fjarskiptalögum eru ákvæði um sundurliðaða símreikninga og þar segir að áskrifandi að fjarskiptaþjónustu eigi rétt á að skoða slíkan sundurliðaðan reikning. Björn Geirsson, forstöðumaður lögfræðideildar Póst- og fjarskiptastofnunar, segir hins vegar álitamál hvernig skuli túlka þetta ákvæði. „Greinarmunurinn á áskrifanda og notanda í þessu sambandi er ekki skýr í fjarskiptalögum. Það má hugsanlega leiða út frá ákvæðum persónuverndarlaga að persónuvernd einstaklingsins eigi ekki að miðast við hvort hann er greiðandi að reikningnum eða ekki. Þarna er um persónulega notkun að ræða, nema það hafi verið einhverjir sérstakir skilmálar um að símtækið yrði bara notað í starfstengd símtöl. En þetta eru bara almennar vangaveltur og við tökum enga afstöðu til svona máls nema það komi inn á okkar borð sem kvörtun,“ segir Björn. Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur Iceland Express, segir fráleitt að það standist ekki lög og reglur að skoða sundurliðaðan símreikning sem Iceland Express greiði fyrir. Slíkt tíðkist þó ekki hjá félaginu. „En allt í einu koma starfsmenn til okkar og segja: Matthías er stöðugt að hringja í okkur og bjóða okkur störf. Svo er verið að tala við erlenda birgja og þá segja þeir: Matthías er alltaf að hringja í okkur og bjóða okkur eitthvað nýtt. Auðvitað vilja menn þá ganga úr skugga um að það sé rétt og þá blasir það bara við.“
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira