Blossi frá gervitungli og loftsteinn hrapaði 28. október 2011 06:00 Jónas og Sigurlaug Hjónin í Antíkbúðinni í Hafnarfirði stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins í gær en þau sáu stóran eldhnött með litskrúðugum hala springa yfir Garðabæ í fyrrakvöld. Fréttablaðið/anton „Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
„Við hjónin vorum að íhuga hvort við ættum ekki að láta stinga okkur inn sem geðveikum,“ segir Jónas Ragnar Halldórsson, antík- og listmunasali, sem í fyrrakvöld sá afar einkennilegan ljósagang á himninum. Jónas segir að hann hafi verið ásamt Sigurlaugu Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, á heimleið frá Hafnarfirði þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í sjö. „Þegar við vorum nýkomin framhjá IKEA sá ég stóran, grænan eldhnött, silfurlitaðan fremst, koma frá Bláfjallasvæðinu og það stóðu litaðir logar aftan úr honum. Svo sprakk hann eftir um tíu sekúndur með neistaflugi fyrir framan augun á okkur. Þetta var furðulegasti hlutur sem ég hef séð á himinhvolfinu og hef ég þó séð ýmislegt,“ segir Jónas. Eftir að hafa teygt sig fram í framrúðuna og horft á ljósið færast um það bil lárétt frá austri til vesturs yfir Garðabæ í um fimm sekúndur segist Jónas hafa bent konu sinni á fyrirbærið. „Þetta var á fleygiferð og sprakk síðan með hvítum neistum. Svo var það bara horfið,“ lýsir Sigurlaug. Jónas og Sigurlaug voru ekki ein um að sjá torkennileg ljós á lofti í fyrrakvöld. Visir.is greindi frá nokkrum slíkum tilvikum. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir öll ljósin eiga sér skýringar. „Miðað við lýsingar frá Dalvík sá fólk þar endurvarp sólarljóss frá loftneti á gervihnetti. Þetta er eins og gríðarbjartur blettur sem líður yfir himininn. Þetta kvöld voru einmitt tveir slíkir mjög bjartir blossar sem urðu skærari en björtustu reikistjörnur,“ upplýsir Sævar. Þá segir Sævar tvær skýringar koma til greina miðað við frásögn konu sem sá þrjú ljós á hreyfingu við Akrafjall. „Ef ljósin voru ofan við Akrafjall þá voru þetta þrjú gervitungl saman. Ef ljósin voru ofan á fjallinu var þetta væntanlega bara fólk í göngutúr með höfuðljós eða vasaljós,“ útskýrir hann. Í Kópavogi sáu feðgin skæru grænu ljósi bregða fyrir í norðaustri. „Það hljómar afar mikið eins og norðurljós. Þau sjást einmitt best í norðurátt,“ segir Sævar, sem kveður norðurljós einmitt geta birst og horfið á andartaki. „Þeirra lýsing hljómar gríðarlega líkt lofsteinahrapi,“ segir Sævar um frásögn Jónasar og Sigurlaugar. „Þá getur skyndilega allt lýst upp með eldglæringum þegar steinninn splundrast og skilur eftir sig rák í margar mínútur á eftir. Þetta hefur verið mjög tignarlegt stjörnuhrap. Slíkt gerist í um hundrað kílómetra hæð yfir jörðinni.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira