Erum að reyna að laga ruglið 28. október 2011 03:30 Höskuldur hefur stýrt Arion banka í hálft annað ár. Hann segir lánveitingar fyrir hrun að mörgu leyti hafa verið stórkostlega ámælisverðar.Fréttablaðið/gva Arion banki samdi nýverið um skuldauppgjör við Kjalar, eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar. Í því fólst að 77 milljarða skuld var gefin eftir gegn því að bankinn leysti til sín þriðjungshlut í HB Granda. Var þetta eina lausnin í stöðunni? „Þetta var ekki eina lausnin en þetta var besta lausnin. Við erum ekki að gefa eftir skuld heldur að afskrifa það sem er tapað. Málið snýst um að Kjalar átti í ágreiningi um gjaldmiðlaskiptasamninga og taldi sig eiga kröfu upp á 115 milljarða. Á móti áttum við kröfu upp á 77 milljarða við hrunið. Menn hafa verið að semja um svona mál tengd gjaldmiðlaskiptasamningum og menn semja ekki um mál nema þeir telji vafa um hverjar málalyktir verði. Þannig að við stóðum frammi fyrir þremur möguleikum. Ef Kjalar hefði unnið málið hefðum við ekki fengið neitt. Ef við hefðum unnið málið hefðum við fengið þessar endurheimtur sem við fengum núna eftir tvö til þrjú ár. Þriðji kosturinn var einfaldlega að gera þetta núna. Það var ekkert flókin ákvörðun." Eins og þú setur þetta upp hljóma þetta eins og dálítið skrítnir samningar, því að þið virðist hafa haft allt að vinna en Kjalar ekki neitt. „Það eina sem Kjalar fær er að þeir halda tómu félagi. Það fer ekki í þrot nema þeir setji það í þrot. En við tökum allt sem er í félaginu, Grandahlutinn og laust fé, sem er samtals rúmlega þrettán milljarða virði. Það er ekki meira í boði fyrir okkur. Við getum til dæmis ekki farið eftir eiganda Kjalars." Hvað segir það um lánveitingarnar til þessa félags á sínum tíma? „Margt varðandi lánveitingar til félaga almennt virðist, eftir á að hyggja, hafa verið stórkostlega ámælisvert. Við erum að reyna að laga ruglið og fáum þessi spil í hendurnar út úr umhverfi sem hefur sýnt sig að var alls ekki í lagi. Við þurfum bara að horfast í augu við orðinn hlut." Sjávarútvegsráðherra segir að kanna þurfi hvort þetta eignarhald á Granda sé í samræmi við lög um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi. Mun það hafa áhrif á ykkar eignarhald? „Nei. Það er í sjálfu sér eðlilegt að menn vilji kanna það allt saman en við teljum að þetta sé allt í góðu lagi." Hvað ætlið þið að eiga þennan hlut lengi? „Ég get ekki sagt til um það. Það er ekki markmið okkar að eiga svona fyrirtæki lengi og við munum leita leiða til að selja þetta." Gengið allt of hægt með PennannHúsgagnasalar hafa lýst yfir mikilli óánægju með meðhöndlun Arion banka á Pennanum. Fréttablaðið sagði frá því að bankinn hefði nýlega sett 200 milljónir inn í rekstur félagsins, sem hefur tapað ríflega milljarði á tveimur árum. Í fyrra lánaði bankinn Pennanum hálfan milljarð. Höskuldur segir að þegar litið sé til fjárstreymisins hafi bara 100 milljónir – nettó – runnið til Pennans. Lán til félagsins séu í raun ekki annað en skuldbreyting á gömlum lánum. „Það verður að vera sanngirni í þessum málflutningi. Við erum búin að fara í gegnum endurskipulagningu á örugglega þúsund fyrirtækjum og getum leitt líkur að því að þau hefðu annars ekki lifað. Í bankakerfinu í heild er búið að fara í gegnum mörg þúsund fyrirtæki. Þetta er ekki gert vegna þess að það þurfi ekki og menn horfa til þess að endurskipuleggja ekki eitthvað nema það sé lífvænlegt. Það segir sig sjálft að þegar Penninn er tekinn yfir, gjaldþrota – keyptur út úr þrotabúinu – þá er hann ekki í góðu standi. Hann var kominn í skelfilegar ógöngur með fjárfestingar úti í heimi, kaffihúsakeðju á Írlandi og verslanir í Eystrasaltsríkjunum. Það varð niðurstaðan hér 2009 að það væri þess virði að bjarga þessu. Þá horfðu menn til þriggja hluta: Það var horft til þess að bankinn næði sem bestum árangri fyrir sig, það var horft til þess að þarna störfuðu á fjórða hundrað starfsmenn og andinn í svona aðgerðum hefur verið að reyna að verja störf, og svo var horft til birgjanna – að það væru verðmæti í vörumerki og viðskiptasamböndum Pennans, einkum íslenska rekstrinum, og til þess að viðhalda þeim þyrfti að gera upp við birgjana. Í það voru settar 650 milljónir, sem skýrir stærstan hluta tapsins. Síðan var farið í að endurskipuleggja reksturinn, selja þessar erlendu eignir, hagræða í húsnæðismálum, sameina lagera, fækka sölustöðum og fólki, breyta stjórnskipulagi og lækka laun, allt í þeirri viðleitni að koma fyrirtækinu í gott stand. Við föllumst á að það hefur tekið allt of langan tíma og á það má deila. Penninn er eitt þeirra verkefna sem hafa gengið hvað verst hjá okkur. Það reyndist flóknara en menn sáu fyrir og kannski hafa menn bara ekki gengið nógu hart fram í hagræðingaraðgerðum í byrjun." Hefur alltaf áhrif á samkeppniHöskuldur segir gagnrýnina á Arion banka þó að einhverju leyti ósanngjarna. Hann hafi ekki fjármagnað nein undirboð eða markaðssókn og tekur fram að bankinn sjái ekki um daglegan rekstur Pennans. „Ég er ekki að reka bókabúðir og við höfum enga sérstaka vitneskju um að það eigi til dæmis að loka í Hallarmúlanum og flytja inn í Skeifuna. Við sjáum það bara í sjónvarpinu. Og við erum ekki að stýra auglýsingum hjá Pennanum. Penninn er í samkeppnisumhverfi og auðvitað væri heppilegast að margra mati að þessi keppinautur væri bara ekki til, þá væri minni samkeppni. Það er náttúrulega sjónarmið. Það má leiða að því líkur að í hverju einasta tilfelli þar sem við erum að koma inn í fyrirtæki og fella niður skuldir hafi það áhrif á samkeppni til skemmri tíma, en það hefur verið þokkaleg samstaða um að við komum út úr þessu með heilbrigðara umhverfi til lengri tíma litið. Ég er alveg sammála því að bankarnir eiga að vera sem allra minnst í þessu og eiga helst ekki að eiga nein fyrirtæki, en þetta er staðan sem við erum í núna." En er svona gagnrýni ekki skiljanleg þegar um er að ræða risa í tilteknum geirum? „Sem neytandi get ég ímyndað mér að Penninn sé mjög stór á bóka- og tímaritamarkaði en ég get ekki svarað því hvort Penninn er risi á húsgagnamarkaði. Ég bara veit ekkert um það. Ég á fullt hús af húsgögnum og ég held að ekkert þeirra sé úr Pennanum. Penninn er áberandi fyrirtæki. Það þekkja allir Pennann og það geta allir haft skoðun á því sem þeir þekkja. Hann liggur mjög vel við höggi í þessari umræðu. Það er verið að höggva í okkur og gagnrýna okkur og ég get alveg skilið það þótt ég sé ekki fyllilega sáttur við aðferðirnar." Endurskipulagning að mestu búin um áramótHvað með endurskipulagningu fyrirtækja almennt? Hefur hún gengið of hægt? „Það verkefni er alveg gríðarlegt en ég held að í heildina megi segja að það hafi gengið ótrúlega hratt hér í þessum banka. Mörg tilfelli hafa gengið miklu hraðar en við áttum von á og svo eru önnur sem hafa gengið miklu verr, af ýmsum ástæðum. Til dæmis hefur lagaleg óvissa um lánasöfn og annað slíkt þvælst fyrir og stundum yfirlýsingar og aðgerðir stjórnvalda." Geturðu áætlað hvenær þessu verður lokið? „Að langmestu leyti verðum við búin núna um áramót. Það fer líka eftir ytri aðstæðum og einhver fyrirtæki munu kannski þurfa að koma aftur, en ég á ekki von á að það verði mikið." Misjafnt gefið við yfirfærslu eignasafnaÞegar talið berst að svigrúmi til niðurfærslu skulda heimilanna segir Höskuldur að ójafnt hafi verið gefið við yfirfærslu lánasafna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. „Það hefur vakið feikilega litla athygli að bankarnir fengu ofboðslega misjafna afslætti. Landsbankinn og Íslandsbanki fengu sín lánasöfn til einstaklinga inn á stofnefnahaginn – í október 2008. Við fengum okkar lánasafn inn í janúar 2010. Landsbankinn er búinn að gefa það út að hann hafi fengið 35 prósenta afslátt af lánum heimilanna og Íslandsbanki 30. Við fengum 23, en við fengum okkar inn miklu seinna. Ef þú ætlar að jafnstilla þetta, leiðrétt fyrir verðbólguskotinu sem Landsbankinn og Íslandsbanki nutu góðs af, þá kemur þetta einhvern veginn þannig út að raunverulega fengum við 13 til 14 prósenta afslátt. Þannig að svigrúmið er mjög ólíkt og við erum búin að klára alla þá afslætti sem við fengum af þessum lánasöfnum. En það er sami aðilinn sem situr við samningaborðið við söluna á öllum þremur bönkunum og mér finnst það eiginlega alveg með ólíkindum að menn hafi komist að svona misjafnri niðurstöðu." Höskuldur minnir á að Íbúðalánasjóður sé langstærsti aðilinn á húsnæðismarkaði og þar hafi ávallt verið sagt að lítið svigrúm sé til afskrifta. Þar hafi gengið sérstaklega hægt að afgreiða vandamál. Dæmalausar hugmyndir um bankaskattHöskuldur segir bankaumhverfið í dag að mörgu leyti hættulegt, efnahagslega, lagalega og ekki síst stjórnarfarslega. Menn eigi erfitt með að átta sig á því að hverju þeir gangi til langs tíma. „Svo maður nefni dæmi er ásetningur stjórnvalda að leggja 10,5 prósenta skatt á eina starfsstétt og hækka launakostnað bankanna sem því nemur. Við höfum fækkað fólki hérna núna um tíu prósent í hagræðingarskyni og í einu vetfangi er þessi hagræðing tekin í burtu. Þetta hlýtur maður að flokka sem verulega mikla stjórnarfarslega áhættu. Þetta er eiginlega dæmalaust." Á hinn bóginn sé sömuleiðis margt jákvætt í kortunum og fyrirséð að bankastarfsemi muni breytast töluvert á næstu misserum. Arion sé til dæmis að komast á krossgötur sem kalli á breytt skipulag. „Við vorum með sérstaka tuttugu manna deild í þessari endurskipulagningarvinnu sem við erum núna búin að leggja af. Síðan hefur verið gríðarleg umsýsla í kringum alls konar fortíðarrannsóknir. Það er fjöldi fólks hjá okkur, líklega 50 til 100 manns á hverjum tíma, að þjónusta skilanefndir, slitastjórnir, Sérstakan saksóknara, Umboðsmann skuldara, Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Við finnum að núna er þetta að straumlínulagast þannig að það er að komast á nýr fókus og nýtt skipulag. Nú getum við einblínt meira á framtíðina og boðið viðskiptavinum nýja þjónustu. Við finnum að eftirspurn eftir lánum hjá fyrirtækjum og einstaklingum er að vaxa og þótt fjárfestar séu hræddir út af óöruggu stjórnarfari og lagaumhverfi er mikil fjárfestingargeta. Þannig að við sjáum víða jákvæð teikn." Nú stendur fyrir dyrum sameining Íslandsbanka og Byrs. Hvernig líturðu á stöðuna á bankamarkaði, meðal annars í því ljósi? „Ég horfi björtum augum til þess. Það hefur viðgengist að illa rekstrarhæfar einingar hafa verið hér á samkeppnismarkaði, sem hlýtur að teljast umhugsunarvert, eins og Byr sem ákvað að fara í sérstaka markaðssókn á Suðurnesjum þegar hann var ekki rekstrarhæfur. Maður skilur ekki allt í þessu. En það þarf að hagræða í kerfinu og bankarnir þurfa að horfa inn á við líka, það er ekki nóg að hagræða bara með sameiningum og yfirtökum. Bankarnir sníða sér stakk eftir vexti þannig að þeir passi í fötin sín og við höfum tekið forystu í því. Ég held að við munum sjá frekari aðgerðir í þessu kerfi í átt til hagræðingar og ansi miklar breytingar sem kristallast þegar menn fara að einbeita sér að þessum nýju framtíðarverkefnum í stað þess að gera upp fortíðina." Fréttir Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Arion banki samdi nýverið um skuldauppgjör við Kjalar, eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar. Í því fólst að 77 milljarða skuld var gefin eftir gegn því að bankinn leysti til sín þriðjungshlut í HB Granda. Var þetta eina lausnin í stöðunni? „Þetta var ekki eina lausnin en þetta var besta lausnin. Við erum ekki að gefa eftir skuld heldur að afskrifa það sem er tapað. Málið snýst um að Kjalar átti í ágreiningi um gjaldmiðlaskiptasamninga og taldi sig eiga kröfu upp á 115 milljarða. Á móti áttum við kröfu upp á 77 milljarða við hrunið. Menn hafa verið að semja um svona mál tengd gjaldmiðlaskiptasamningum og menn semja ekki um mál nema þeir telji vafa um hverjar málalyktir verði. Þannig að við stóðum frammi fyrir þremur möguleikum. Ef Kjalar hefði unnið málið hefðum við ekki fengið neitt. Ef við hefðum unnið málið hefðum við fengið þessar endurheimtur sem við fengum núna eftir tvö til þrjú ár. Þriðji kosturinn var einfaldlega að gera þetta núna. Það var ekkert flókin ákvörðun." Eins og þú setur þetta upp hljóma þetta eins og dálítið skrítnir samningar, því að þið virðist hafa haft allt að vinna en Kjalar ekki neitt. „Það eina sem Kjalar fær er að þeir halda tómu félagi. Það fer ekki í þrot nema þeir setji það í þrot. En við tökum allt sem er í félaginu, Grandahlutinn og laust fé, sem er samtals rúmlega þrettán milljarða virði. Það er ekki meira í boði fyrir okkur. Við getum til dæmis ekki farið eftir eiganda Kjalars." Hvað segir það um lánveitingarnar til þessa félags á sínum tíma? „Margt varðandi lánveitingar til félaga almennt virðist, eftir á að hyggja, hafa verið stórkostlega ámælisvert. Við erum að reyna að laga ruglið og fáum þessi spil í hendurnar út úr umhverfi sem hefur sýnt sig að var alls ekki í lagi. Við þurfum bara að horfast í augu við orðinn hlut." Sjávarútvegsráðherra segir að kanna þurfi hvort þetta eignarhald á Granda sé í samræmi við lög um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi. Mun það hafa áhrif á ykkar eignarhald? „Nei. Það er í sjálfu sér eðlilegt að menn vilji kanna það allt saman en við teljum að þetta sé allt í góðu lagi." Hvað ætlið þið að eiga þennan hlut lengi? „Ég get ekki sagt til um það. Það er ekki markmið okkar að eiga svona fyrirtæki lengi og við munum leita leiða til að selja þetta." Gengið allt of hægt með PennannHúsgagnasalar hafa lýst yfir mikilli óánægju með meðhöndlun Arion banka á Pennanum. Fréttablaðið sagði frá því að bankinn hefði nýlega sett 200 milljónir inn í rekstur félagsins, sem hefur tapað ríflega milljarði á tveimur árum. Í fyrra lánaði bankinn Pennanum hálfan milljarð. Höskuldur segir að þegar litið sé til fjárstreymisins hafi bara 100 milljónir – nettó – runnið til Pennans. Lán til félagsins séu í raun ekki annað en skuldbreyting á gömlum lánum. „Það verður að vera sanngirni í þessum málflutningi. Við erum búin að fara í gegnum endurskipulagningu á örugglega þúsund fyrirtækjum og getum leitt líkur að því að þau hefðu annars ekki lifað. Í bankakerfinu í heild er búið að fara í gegnum mörg þúsund fyrirtæki. Þetta er ekki gert vegna þess að það þurfi ekki og menn horfa til þess að endurskipuleggja ekki eitthvað nema það sé lífvænlegt. Það segir sig sjálft að þegar Penninn er tekinn yfir, gjaldþrota – keyptur út úr þrotabúinu – þá er hann ekki í góðu standi. Hann var kominn í skelfilegar ógöngur með fjárfestingar úti í heimi, kaffihúsakeðju á Írlandi og verslanir í Eystrasaltsríkjunum. Það varð niðurstaðan hér 2009 að það væri þess virði að bjarga þessu. Þá horfðu menn til þriggja hluta: Það var horft til þess að bankinn næði sem bestum árangri fyrir sig, það var horft til þess að þarna störfuðu á fjórða hundrað starfsmenn og andinn í svona aðgerðum hefur verið að reyna að verja störf, og svo var horft til birgjanna – að það væru verðmæti í vörumerki og viðskiptasamböndum Pennans, einkum íslenska rekstrinum, og til þess að viðhalda þeim þyrfti að gera upp við birgjana. Í það voru settar 650 milljónir, sem skýrir stærstan hluta tapsins. Síðan var farið í að endurskipuleggja reksturinn, selja þessar erlendu eignir, hagræða í húsnæðismálum, sameina lagera, fækka sölustöðum og fólki, breyta stjórnskipulagi og lækka laun, allt í þeirri viðleitni að koma fyrirtækinu í gott stand. Við föllumst á að það hefur tekið allt of langan tíma og á það má deila. Penninn er eitt þeirra verkefna sem hafa gengið hvað verst hjá okkur. Það reyndist flóknara en menn sáu fyrir og kannski hafa menn bara ekki gengið nógu hart fram í hagræðingaraðgerðum í byrjun." Hefur alltaf áhrif á samkeppniHöskuldur segir gagnrýnina á Arion banka þó að einhverju leyti ósanngjarna. Hann hafi ekki fjármagnað nein undirboð eða markaðssókn og tekur fram að bankinn sjái ekki um daglegan rekstur Pennans. „Ég er ekki að reka bókabúðir og við höfum enga sérstaka vitneskju um að það eigi til dæmis að loka í Hallarmúlanum og flytja inn í Skeifuna. Við sjáum það bara í sjónvarpinu. Og við erum ekki að stýra auglýsingum hjá Pennanum. Penninn er í samkeppnisumhverfi og auðvitað væri heppilegast að margra mati að þessi keppinautur væri bara ekki til, þá væri minni samkeppni. Það er náttúrulega sjónarmið. Það má leiða að því líkur að í hverju einasta tilfelli þar sem við erum að koma inn í fyrirtæki og fella niður skuldir hafi það áhrif á samkeppni til skemmri tíma, en það hefur verið þokkaleg samstaða um að við komum út úr þessu með heilbrigðara umhverfi til lengri tíma litið. Ég er alveg sammála því að bankarnir eiga að vera sem allra minnst í þessu og eiga helst ekki að eiga nein fyrirtæki, en þetta er staðan sem við erum í núna." En er svona gagnrýni ekki skiljanleg þegar um er að ræða risa í tilteknum geirum? „Sem neytandi get ég ímyndað mér að Penninn sé mjög stór á bóka- og tímaritamarkaði en ég get ekki svarað því hvort Penninn er risi á húsgagnamarkaði. Ég bara veit ekkert um það. Ég á fullt hús af húsgögnum og ég held að ekkert þeirra sé úr Pennanum. Penninn er áberandi fyrirtæki. Það þekkja allir Pennann og það geta allir haft skoðun á því sem þeir þekkja. Hann liggur mjög vel við höggi í þessari umræðu. Það er verið að höggva í okkur og gagnrýna okkur og ég get alveg skilið það þótt ég sé ekki fyllilega sáttur við aðferðirnar." Endurskipulagning að mestu búin um áramótHvað með endurskipulagningu fyrirtækja almennt? Hefur hún gengið of hægt? „Það verkefni er alveg gríðarlegt en ég held að í heildina megi segja að það hafi gengið ótrúlega hratt hér í þessum banka. Mörg tilfelli hafa gengið miklu hraðar en við áttum von á og svo eru önnur sem hafa gengið miklu verr, af ýmsum ástæðum. Til dæmis hefur lagaleg óvissa um lánasöfn og annað slíkt þvælst fyrir og stundum yfirlýsingar og aðgerðir stjórnvalda." Geturðu áætlað hvenær þessu verður lokið? „Að langmestu leyti verðum við búin núna um áramót. Það fer líka eftir ytri aðstæðum og einhver fyrirtæki munu kannski þurfa að koma aftur, en ég á ekki von á að það verði mikið." Misjafnt gefið við yfirfærslu eignasafnaÞegar talið berst að svigrúmi til niðurfærslu skulda heimilanna segir Höskuldur að ójafnt hafi verið gefið við yfirfærslu lánasafna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. „Það hefur vakið feikilega litla athygli að bankarnir fengu ofboðslega misjafna afslætti. Landsbankinn og Íslandsbanki fengu sín lánasöfn til einstaklinga inn á stofnefnahaginn – í október 2008. Við fengum okkar lánasafn inn í janúar 2010. Landsbankinn er búinn að gefa það út að hann hafi fengið 35 prósenta afslátt af lánum heimilanna og Íslandsbanki 30. Við fengum 23, en við fengum okkar inn miklu seinna. Ef þú ætlar að jafnstilla þetta, leiðrétt fyrir verðbólguskotinu sem Landsbankinn og Íslandsbanki nutu góðs af, þá kemur þetta einhvern veginn þannig út að raunverulega fengum við 13 til 14 prósenta afslátt. Þannig að svigrúmið er mjög ólíkt og við erum búin að klára alla þá afslætti sem við fengum af þessum lánasöfnum. En það er sami aðilinn sem situr við samningaborðið við söluna á öllum þremur bönkunum og mér finnst það eiginlega alveg með ólíkindum að menn hafi komist að svona misjafnri niðurstöðu." Höskuldur minnir á að Íbúðalánasjóður sé langstærsti aðilinn á húsnæðismarkaði og þar hafi ávallt verið sagt að lítið svigrúm sé til afskrifta. Þar hafi gengið sérstaklega hægt að afgreiða vandamál. Dæmalausar hugmyndir um bankaskattHöskuldur segir bankaumhverfið í dag að mörgu leyti hættulegt, efnahagslega, lagalega og ekki síst stjórnarfarslega. Menn eigi erfitt með að átta sig á því að hverju þeir gangi til langs tíma. „Svo maður nefni dæmi er ásetningur stjórnvalda að leggja 10,5 prósenta skatt á eina starfsstétt og hækka launakostnað bankanna sem því nemur. Við höfum fækkað fólki hérna núna um tíu prósent í hagræðingarskyni og í einu vetfangi er þessi hagræðing tekin í burtu. Þetta hlýtur maður að flokka sem verulega mikla stjórnarfarslega áhættu. Þetta er eiginlega dæmalaust." Á hinn bóginn sé sömuleiðis margt jákvætt í kortunum og fyrirséð að bankastarfsemi muni breytast töluvert á næstu misserum. Arion sé til dæmis að komast á krossgötur sem kalli á breytt skipulag. „Við vorum með sérstaka tuttugu manna deild í þessari endurskipulagningarvinnu sem við erum núna búin að leggja af. Síðan hefur verið gríðarleg umsýsla í kringum alls konar fortíðarrannsóknir. Það er fjöldi fólks hjá okkur, líklega 50 til 100 manns á hverjum tíma, að þjónusta skilanefndir, slitastjórnir, Sérstakan saksóknara, Umboðsmann skuldara, Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið. Við finnum að núna er þetta að straumlínulagast þannig að það er að komast á nýr fókus og nýtt skipulag. Nú getum við einblínt meira á framtíðina og boðið viðskiptavinum nýja þjónustu. Við finnum að eftirspurn eftir lánum hjá fyrirtækjum og einstaklingum er að vaxa og þótt fjárfestar séu hræddir út af óöruggu stjórnarfari og lagaumhverfi er mikil fjárfestingargeta. Þannig að við sjáum víða jákvæð teikn." Nú stendur fyrir dyrum sameining Íslandsbanka og Byrs. Hvernig líturðu á stöðuna á bankamarkaði, meðal annars í því ljósi? „Ég horfi björtum augum til þess. Það hefur viðgengist að illa rekstrarhæfar einingar hafa verið hér á samkeppnismarkaði, sem hlýtur að teljast umhugsunarvert, eins og Byr sem ákvað að fara í sérstaka markaðssókn á Suðurnesjum þegar hann var ekki rekstrarhæfur. Maður skilur ekki allt í þessu. En það þarf að hagræða í kerfinu og bankarnir þurfa að horfa inn á við líka, það er ekki nóg að hagræða bara með sameiningum og yfirtökum. Bankarnir sníða sér stakk eftir vexti þannig að þeir passi í fötin sín og við höfum tekið forystu í því. Ég held að við munum sjá frekari aðgerðir í þessu kerfi í átt til hagræðingar og ansi miklar breytingar sem kristallast þegar menn fara að einbeita sér að þessum nýju framtíðarverkefnum í stað þess að gera upp fortíðina."
Fréttir Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira