Eldhætta af lúpínu í byggð 29. október 2011 06:00 Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það verður stórbruni þar sem lúpínan vex í miklu magni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á hættunni." Í Hvítbók um náttúruvernd segir að með hlýnandi veðurfari skapist aukin hætta á tjóni af völdum bruna í náttúrunni. „Lúpína er hér sérstakt áhyggjuefni. Hún myndar miklar og þéttar breiður kringum þéttbýlisstaði, á skógræktar- og landgræðslusvæðum og í sumarbústaðalöndum." Á haustin myndast mikil sina í lúpínubreiðum og um leið gríðarlegur eldsmatur. Mælingar sýna að um fimm til tíu tonn af þurrefni eru á hektara í lúpínusinu, sem er er tífalt það magn sem er í graslendi. Í Hvítbókinni er varpað fram þeirri spurningu hvaða aðilar eigi að meta nauðsyn viðbragða. Full ástæða sé til að huga að setningu skýrari reglna um viðbrögð við náttúrueldum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, deilir áhyggjum vegna þeirrar hættu sem lúpínunni fylgir. „Minni sláttur, í kjölfar hrunsins, og krafturinn í lúpínunni er áhyggjuefni," segir Jón Viðar og kastar fram þeirri hugmynd að eyða lúpínu kerfisbundið þar sem hún er á stórum svæðum og mynda þannig „brunahólf" eða „eldgötu" sem geri sinubruna viðráðanlegri. „Við erum að byggja upp náttúruperlur nærri byggð sem tiltölulega lítill bruni getur eyðilagt á dagparti. Því er full ástæða til að vera á varðbergi," segir Jón Viðar. Hann segir slökkviliðin ágætlega útbúin til að fást við eldana en lengi megi gera betur. Jón Gunnar segir að búast megi við að sinueldar verði viðvarandi og aukið vandamál á höfuðborgarsvæðinu næstu áratugi vegna aukins gróðurs í landi. „Það þarf líka að hafa hugfast að lúpínusinan brennur mun hraðar og myndar margfaldan hita á við venjulegan sinueld. Þetta er tifandi tímasprengja." - sháJón Gunnar Ottósson
Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira