Segja 2010-börn fá inni næsta ár 9. nóvember 2011 05:00 Í leikskóla Stefnt er að því að koma öllum börnum í 2010-árgangi inn á leikskóla í Reykjavík á næsta ári. Fréttablaðið/Vilhelm Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að þegar hafi um 70 börn fædd 2010 verið tekin inn leikskóla, en það sé vegna sérstakra aðstæðna, til dæmis vegna félagslegra aðstæðna eða fötlunar. Á næsta ári verði inntöku þeirra svo hraðað eftir megni, þau sem fædd eru fyrr á árinu ættu að komast inn á leikskóla á fyrri hluta ársins en þau sem yngri eru kæmust inn í síðasta lagi í sumarlok. Í tilkynningunni segir að um 100 vistunarrými séu nú laus á leikskólunum, meðal annars vegna þess að viðbótarhúsnæði var komið upp við leikskóla til að bregðast við hinum óvenjufjölmennu árgöngum 2009 og 2010. Þrátt fyrir að húsnæði sé til staðar sé hins vegar ekki fjármagn til að ráða fleira starfsfólk til að sinna viðbótarbörnum í ár. Borgaryfirvöld segja í tilkynningu sinni að framlög til leikskólamála hafi stóraukist síðustu ár. Rekstur á leikskólunum nemi um 10 milljörðum króna í ár. Það sé rúmum milljarði meira en árið 2008 og hafa framlög aldrei verið hærri. Gert er ráð fyrir að 7.100 börn verði á leikskólunum í Reykjavík á næsta ári. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla og frístundaráði, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi tilkynning svari ágætlega fyrirspurnum sem Sjálfstæðisflokkur lagði fyrir meirihlutann á síðasta fundi ráðsins. „Hins vegar virðist sem útreikningar hafi ekki verið nógu nákvæmir og þörfin hjá 2009 árganginum hafi verið ofmetin. Í ljósi þess að umframrými eru í kerfinu þykir okkur sjálfsagt að kanna hvort hægt sé að taka börn inn í þau leikskólapláss þar sem starfsfólk er við hendi og ekki þarf að auka við kostnað.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira