Gamlir jálkar í góðu stuði Trausti Júlíusson skrifar 13. nóvember 2011 09:00 Þrjár stjörnur með GRM. Tónlist. Þrjár stjörnur. GRM. Þrjár stjörnur er önnur plata ofurtríósins GRM, sem skipað er Gylfa Ægissyni, Rúnari Þór og Megasi. Á fyrri plötunni sungu þeir saman nokkur af sínum þekktustu lögum og tvö ný lög. Nú endurtaka þeir leikinn, en gera að auki sína útgáfu af laginu Betri bílar yngri konur sem Rúnar Júlíusson gerði frægt með Geimsteini á áttunda áratugnum. Fyrri platan var unnin með bræðrunum Magnúsi og Alberti Ástvaldssonum, sem einnig sáu um útsetningar. Hljómurinn á henni var ekkert sérstakur, en hráar rokkútsetningarnar virkuðu vel bæði á plötunni og á útgáfutónleikum sem haldnir voru í Austurbæ. Á Þremur stjörnum eru nýir hljóðfæraleikarar, m.a. aðrir bræður, Júlíus og Baldur synir Rúna Júl. Hljómurinn á henni er betri og útsetningarnar fágaðri og fjölbreyttari. Þannig er Í sól og sumaryl í laufléttri reggíútsetningu, Við Birkiland er kántrý og Jibbý Jei rokk. Hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og margt gott í útsetningunum. Það eru samt persónutöfrar þessara þriggja gömlu jálka og samspil þeirra sem gerir mest fyrir Þrjár stjörnur. Ef einhver hefði haldið því fram fyrir nokkrum árum að Megas ætti eftir að syngja Stolt siglir fleyið mitt og Fallerí, fallera og Gylfi Ægisson ætti eftir að syngja Við Birkiland þá hefði maður hrist hausinn í forundran. En það er einmitt vegna þess hvað þetta samstarf er óvænt sem það virkar svona vel. Flest þessi lög eru löngu orðin sígild, en þau fá nýtt líf hér. Nýju lögin standast ekki alveg samanburð við alla klassíkina, en þau eru ágæt vibót í lagasöfn þessara snillinga. Á heildina litið má segja að Þrjár stjörnur sé fín plata. Hún kemur manni í gott skap og virkar best spiluð á miklum styrk. Niðurstaða:Gylfi, Rúnar og Megas syngja saman fleiri slagara. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Þrjár stjörnur. GRM. Þrjár stjörnur er önnur plata ofurtríósins GRM, sem skipað er Gylfa Ægissyni, Rúnari Þór og Megasi. Á fyrri plötunni sungu þeir saman nokkur af sínum þekktustu lögum og tvö ný lög. Nú endurtaka þeir leikinn, en gera að auki sína útgáfu af laginu Betri bílar yngri konur sem Rúnar Júlíusson gerði frægt með Geimsteini á áttunda áratugnum. Fyrri platan var unnin með bræðrunum Magnúsi og Alberti Ástvaldssonum, sem einnig sáu um útsetningar. Hljómurinn á henni var ekkert sérstakur, en hráar rokkútsetningarnar virkuðu vel bæði á plötunni og á útgáfutónleikum sem haldnir voru í Austurbæ. Á Þremur stjörnum eru nýir hljóðfæraleikarar, m.a. aðrir bræður, Júlíus og Baldur synir Rúna Júl. Hljómurinn á henni er betri og útsetningarnar fágaðri og fjölbreyttari. Þannig er Í sól og sumaryl í laufléttri reggíútsetningu, Við Birkiland er kántrý og Jibbý Jei rokk. Hljóðfæraleikur er þéttur og fínn og margt gott í útsetningunum. Það eru samt persónutöfrar þessara þriggja gömlu jálka og samspil þeirra sem gerir mest fyrir Þrjár stjörnur. Ef einhver hefði haldið því fram fyrir nokkrum árum að Megas ætti eftir að syngja Stolt siglir fleyið mitt og Fallerí, fallera og Gylfi Ægisson ætti eftir að syngja Við Birkiland þá hefði maður hrist hausinn í forundran. En það er einmitt vegna þess hvað þetta samstarf er óvænt sem það virkar svona vel. Flest þessi lög eru löngu orðin sígild, en þau fá nýtt líf hér. Nýju lögin standast ekki alveg samanburð við alla klassíkina, en þau eru ágæt vibót í lagasöfn þessara snillinga. Á heildina litið má segja að Þrjár stjörnur sé fín plata. Hún kemur manni í gott skap og virkar best spiluð á miklum styrk. Niðurstaða:Gylfi, Rúnar og Megas syngja saman fleiri slagara.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira