Skemmtileg dulúð Jónas Sen skrifar 2. desember 2011 11:00 Anna S. Þorvaldsdóttir tónskáld. Tónlist. Tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Henri Dutilleux og Brahms. Stjórnandi: Ilan Volkov. Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir. Eldborg í Hörpu. Dulúðin ræður ríkjum í tónsmíðum Önnu Þorvaldsdóttur, og Aeriality, sem frumflutt var á Sinfóníutónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið undir stjórn Ilan Volkov, var engin undantekning. Verkið jaðrar við að vera sveimtónlist, en hún einkennist af mikilli kyrrstöðu, löngum hljómum og óljósum klið. Slík tónlist skapar stemningu en það er engin sérstök framvinda í henni, a.m.k. ekkert í líkingu við flest þekktu klassísku tónverkin. Það var ekki alger kyrrstaða í Aeriality. Framvindan var engu að síður mjög hæg, áherslan var á andrúmsloftið, sem var órætt og myrkt. Fínlegar tónahendingar á stangli voru áberandi og undir þeim lá djúpur, þykkur hljómamassi. Útkoman var ánægjuleg, það var einhver skáldskapur í tónunum sem snerti við manni. Þetta var magnaður tónaseiður. Ég hugsa að hann komi jafnvel enn betur út í góðum hátölurum. Þar sem ég sat uppi á neðstu svölum var á mörkum að smágerðu tónahendingarnar, öll blæbrigðin, heyrðust nægilega skýrt. Það þarf að vera jafnvægi á milli hægu hljómanna annars vegar og kliðsins hins vegar. Spurning hvort það hafi verið ákjósanlegt í Eldborginni. Næst á dagskrá var sérlega flottur sellókonsert eftir Henri Dutilleux, Tout un monde lointain. Konsertinn er kannski ekki með því mest grípandi sem maður hefur heyrt á Sinfóníutónleikum, en hann er engu að síður heillandi. Uppbyggingin er snilldarleg, það er einhver töfrakennd heiðríkja í samspili ólíkra hljóðfæraradda, og í frásögninni yfirleitt, sem er sjaldheyrð. Sæunn Þorsteinsdóttir lék einleik á selló. Hún gerði það af gríðarlegri innlifun og yndisþokka, en jafnframt tæknilegu öryggi. Útkoman var sjarmerandi og falleg. Óhætt er að fullyrða að Sæunn sé einn af okkar bestu hljóðfæraleikurum. Eftir hlé var fjórða sinfónían eftir Brahms. Hljómsveitin var nokkra stund að komast almennilega í gang. Kannski var erfitt að setja sig í rómantískar stellingar eftir framúrstefnuna fyrir hlé! Í fyrri helmingi sinfóníunnar vantaði hinn þykka og munúðarfulla hljóm sem einkennir Brahms. Hann var grunnur, jafnvel mjór. Hljómsveitin var auk þess ekki alltaf almennilega samtaka og nokkuð bar á ónákvæmum blásarainnkomum. Þetta lagaðist eftir því sem á leið. Hljómsveitin sótti stöðugt í sig veðrið og síðasti kaflinn var glæsilegur. En það var auðvitað heldur seint. Niðurstaða: Nútímatónlistin hafði vinninginn á tónleikunum. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Henri Dutilleux og Brahms. Stjórnandi: Ilan Volkov. Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir. Eldborg í Hörpu. Dulúðin ræður ríkjum í tónsmíðum Önnu Þorvaldsdóttur, og Aeriality, sem frumflutt var á Sinfóníutónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið undir stjórn Ilan Volkov, var engin undantekning. Verkið jaðrar við að vera sveimtónlist, en hún einkennist af mikilli kyrrstöðu, löngum hljómum og óljósum klið. Slík tónlist skapar stemningu en það er engin sérstök framvinda í henni, a.m.k. ekkert í líkingu við flest þekktu klassísku tónverkin. Það var ekki alger kyrrstaða í Aeriality. Framvindan var engu að síður mjög hæg, áherslan var á andrúmsloftið, sem var órætt og myrkt. Fínlegar tónahendingar á stangli voru áberandi og undir þeim lá djúpur, þykkur hljómamassi. Útkoman var ánægjuleg, það var einhver skáldskapur í tónunum sem snerti við manni. Þetta var magnaður tónaseiður. Ég hugsa að hann komi jafnvel enn betur út í góðum hátölurum. Þar sem ég sat uppi á neðstu svölum var á mörkum að smágerðu tónahendingarnar, öll blæbrigðin, heyrðust nægilega skýrt. Það þarf að vera jafnvægi á milli hægu hljómanna annars vegar og kliðsins hins vegar. Spurning hvort það hafi verið ákjósanlegt í Eldborginni. Næst á dagskrá var sérlega flottur sellókonsert eftir Henri Dutilleux, Tout un monde lointain. Konsertinn er kannski ekki með því mest grípandi sem maður hefur heyrt á Sinfóníutónleikum, en hann er engu að síður heillandi. Uppbyggingin er snilldarleg, það er einhver töfrakennd heiðríkja í samspili ólíkra hljóðfæraradda, og í frásögninni yfirleitt, sem er sjaldheyrð. Sæunn Þorsteinsdóttir lék einleik á selló. Hún gerði það af gríðarlegri innlifun og yndisþokka, en jafnframt tæknilegu öryggi. Útkoman var sjarmerandi og falleg. Óhætt er að fullyrða að Sæunn sé einn af okkar bestu hljóðfæraleikurum. Eftir hlé var fjórða sinfónían eftir Brahms. Hljómsveitin var nokkra stund að komast almennilega í gang. Kannski var erfitt að setja sig í rómantískar stellingar eftir framúrstefnuna fyrir hlé! Í fyrri helmingi sinfóníunnar vantaði hinn þykka og munúðarfulla hljóm sem einkennir Brahms. Hann var grunnur, jafnvel mjór. Hljómsveitin var auk þess ekki alltaf almennilega samtaka og nokkuð bar á ónákvæmum blásarainnkomum. Þetta lagaðist eftir því sem á leið. Hljómsveitin sótti stöðugt í sig veðrið og síðasti kaflinn var glæsilegur. En það var auðvitað heldur seint. Niðurstaða: Nútímatónlistin hafði vinninginn á tónleikunum.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira