Leysir húsnæðisvanda fyrirtækja 12. desember 2011 08:00 Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins, segir að með skráningu félagins í Kauphöll verði til sterkt félag sem muni veita þeim félögum sem fyrir eru á markaðnum kraftmikla samkeppni. Mynd/GVA Hvað er Reginn ehf.? „Reginn ehf. hóf starfsemi fyrir rúmum tveimur árum. Félagið er nú eigandi yfir eitt hundrað fasteigna sem eru samtals um 250 þúsund fermetrar að flatarmáli. Langstærsti hluti þeirra fasteigna er vel staðsett atvinnuhúsnæði í útleigu. Eigandi Regins, Landsbankinn hf., hefur ákveðið að skrá félagið í Kauphöll Íslands snemma á árinu 2012. Skráning í kauphöll skapar ekki eingöngu spennandi og arðsöm tækifæri fyrir fjárfesta heldur verður einnig til sterkt félag sem hefur mörg tækifæri á komandi árum til að vaxa og dafna á íslenskum fasteignamarkaði og veita þeim félögum sem fyrir eru á markaðnum kraftmikla samkeppni."Hvernig er starfseminni háttað? „Fasteignafélagið Reginn ehf. er öflugt fasteignafélag og eigandi margra af „helstu" fasteignum á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna Smáralind, Egilshöll, húsnæði Lauga í Laugardal, Bíldshöfða 9 og fjölda annarra eigna. Meðal leigutaka Regins eru: Reykjavíkurborg, Hagar, Bónus, Kaupás, Dominos, Sambíóin, Sena, Keiluhöllin, Penninn/Eymundsson, Landsbankinn, Íslandsbanki, RARIK, World Class, Ísafoldarprentsmiðja, Marorka og Lífland, auk fleiri öflugra leigutaka." Hver eru helstu markmið félagsins? „Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að að styrkja og efla þær leigueignir sem félagið á auk þess að byggja upp þau þróunarverkefni sem eru fyrir hendi. Félagið hefur jafnframt einsett sér að verða framúrskarandi viðskiptafélagi sem getur boðið viðskiptavinum upp á sveigjanleika og sérsniðnar lausnir þegar leitað er að atvinnuhúsnæði."Hverjar verða áherslur í starfsemi félagsins? „Félagið mun leggja áherslu á uppbyggingu og rekstur atvinnuhúsnæðis sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega 70% af eignasafni félagsins við skráningu í kauphöll verður verslana- og skrifstofuhúsnæði. Um 30% húsnæðis í eignasafni við skráningu flokkast sem húsnæði undir íþrótta og afþreyingarstarfsemi. Mikill minnihluti eignasafnsins verður iðnaðarhúsnæði. Útleiguhlutfall í skráðu félagi verður um 95%. Fasteignaverð á atvinnuhúsnæði er almennt hagstætt og leigumarkaður fyrir þá tegund húsnæðis að taka við sér. Sérstaklega er áhugavert að skoða fasteignaverkefni sem tengjast sívaxandi ferðamannaiðnaði hérlendis." Reginn telur mikilvægt að geta unnið náið með viðskiptavinum félagsins og að boðið sé upp á samvinnu og samstarf sem skapað getur lausnir. Viðskiptavinurinn ætti að geta fundið nákvæmlega þá lausn sem hann leitar að í fjölbreyttu eignasafni Regins. Þá þarf stundum ekki annað en að pakka saman, flytja, stinga í samband og byrja að vinna. Hver sem staðan er þá hefur Reginn ehf. úr fjölmörgum lausnum að velja. Félagið hefur yfir framúrskarandi starfsfólki að ráða, með mikla og fjölbreytta reynslu á þessu sviði, sem ávallt er reiðubúið til að aðstoða viðskiptavini sína við að ná fram hagkvæmum lausnum í húsnæðismálum sínum. Lista yfir eignir má finna á heimasíðunni reginn.is. Einnig er hægt að slá á þráðinn í síma 512-8900 og fá nánari upplýsingar. Félagið hefur nú enn fremur flutt skrifstofur sínar á 3. hæð í Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
Hvað er Reginn ehf.? „Reginn ehf. hóf starfsemi fyrir rúmum tveimur árum. Félagið er nú eigandi yfir eitt hundrað fasteigna sem eru samtals um 250 þúsund fermetrar að flatarmáli. Langstærsti hluti þeirra fasteigna er vel staðsett atvinnuhúsnæði í útleigu. Eigandi Regins, Landsbankinn hf., hefur ákveðið að skrá félagið í Kauphöll Íslands snemma á árinu 2012. Skráning í kauphöll skapar ekki eingöngu spennandi og arðsöm tækifæri fyrir fjárfesta heldur verður einnig til sterkt félag sem hefur mörg tækifæri á komandi árum til að vaxa og dafna á íslenskum fasteignamarkaði og veita þeim félögum sem fyrir eru á markaðnum kraftmikla samkeppni."Hvernig er starfseminni háttað? „Fasteignafélagið Reginn ehf. er öflugt fasteignafélag og eigandi margra af „helstu" fasteignum á höfuðborgarsvæðinu. Má þar nefna Smáralind, Egilshöll, húsnæði Lauga í Laugardal, Bíldshöfða 9 og fjölda annarra eigna. Meðal leigutaka Regins eru: Reykjavíkurborg, Hagar, Bónus, Kaupás, Dominos, Sambíóin, Sena, Keiluhöllin, Penninn/Eymundsson, Landsbankinn, Íslandsbanki, RARIK, World Class, Ísafoldarprentsmiðja, Marorka og Lífland, auk fleiri öflugra leigutaka." Hver eru helstu markmið félagsins? „Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að að styrkja og efla þær leigueignir sem félagið á auk þess að byggja upp þau þróunarverkefni sem eru fyrir hendi. Félagið hefur jafnframt einsett sér að verða framúrskarandi viðskiptafélagi sem getur boðið viðskiptavinum upp á sveigjanleika og sérsniðnar lausnir þegar leitað er að atvinnuhúsnæði."Hverjar verða áherslur í starfsemi félagsins? „Félagið mun leggja áherslu á uppbyggingu og rekstur atvinnuhúsnæðis sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Tæplega 70% af eignasafni félagsins við skráningu í kauphöll verður verslana- og skrifstofuhúsnæði. Um 30% húsnæðis í eignasafni við skráningu flokkast sem húsnæði undir íþrótta og afþreyingarstarfsemi. Mikill minnihluti eignasafnsins verður iðnaðarhúsnæði. Útleiguhlutfall í skráðu félagi verður um 95%. Fasteignaverð á atvinnuhúsnæði er almennt hagstætt og leigumarkaður fyrir þá tegund húsnæðis að taka við sér. Sérstaklega er áhugavert að skoða fasteignaverkefni sem tengjast sívaxandi ferðamannaiðnaði hérlendis." Reginn telur mikilvægt að geta unnið náið með viðskiptavinum félagsins og að boðið sé upp á samvinnu og samstarf sem skapað getur lausnir. Viðskiptavinurinn ætti að geta fundið nákvæmlega þá lausn sem hann leitar að í fjölbreyttu eignasafni Regins. Þá þarf stundum ekki annað en að pakka saman, flytja, stinga í samband og byrja að vinna. Hver sem staðan er þá hefur Reginn ehf. úr fjölmörgum lausnum að velja. Félagið hefur yfir framúrskarandi starfsfólki að ráða, með mikla og fjölbreytta reynslu á þessu sviði, sem ávallt er reiðubúið til að aðstoða viðskiptavini sína við að ná fram hagkvæmum lausnum í húsnæðismálum sínum. Lista yfir eignir má finna á heimasíðunni reginn.is. Einnig er hægt að slá á þráðinn í síma 512-8900 og fá nánari upplýsingar. Félagið hefur nú enn fremur flutt skrifstofur sínar á 3. hæð í Smáralind, Hagasmára 1, 201 Kópavogi.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira