Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir 30. nóvember 2011 07:00 Hrönn Eggertsdóttir og Bjarni Þór Bjarnason segjast hætta í Brekkubæjarskóla eftir að hafa fengið á sig óverðskuldaðar ásakanir frá forseta bæjarstjórnar sem blandað hafi sér í stjórn skólans. Mynd/Salbjörg Ósk Reynisdóttir Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Tveir myndmenntarkennarar um sextugt við Brekkubæjarskóla á Akranesi telja sig smánaða og hafa sagt upp störfum. Annar kennaranna, Hrönn Eggertsdóttir, segir málið eiga rætur að rekja til þess að fimm barna móðir sem starfað hafi sem kennari í fyrra hafi ekki fengið endurráðningu. „Við átján reyndustu kennarar skólans skrifuðum þá undir bænarbréf um að hún fengi að halda áfram því hún var góður kennari. Skólastjórinn hellti sér yfir okkur á kennarafundi og sagði þetta vera vantraust á sig og bannaði okkur að gera frekari athugasemdir," útskýrir Hrönn. Umræddur kennari fékk ríflega 1,6 milljónir króna í bætur vegna málsins. Hrönn segist hafa sagt sínar skoðanir á starfi skólans og að það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá skólastjóranum. Auk Hrannar segir Bjarni Þór Bjarnason upp starfi sínu. Þau voru kölluð á fund Sveins Kristinssonar, forseta bæjarstjórnar, í byrjun júní. Í bréfi til bæjarstjórnar segja þau fundinn hafa reynst „yfirheyrslur og ákærur en ekki viðtal". Vísað hafi verið í „meintar klögur" um Bjarna utan úr bæ sem allir viti að séu ósannar og ýjað hafi verið að því að veikindadagar Hrannar væru „ansi margir". Það ætti sér heldur enga stoð. „Svo það, sem bítur nú höfuðið af skömminni, að reynt var að ýta við okkur að fara að hætta! OKKUR FINNST VIÐ SMÁNUÐ!," skrifa kennararnir. „Við höfum sagt upp stöðum okkar frá áramótum, viljum ekki vinna undir stjórn fólks sem við treystum ekki lengur!"Gunnar SigurðssonGunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi sagði á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku að bréf Hrannar og Bjarna ylli honum miklum vonbrigðum. Eftir lokaðan fund bæjarstjórnar í ágúst hefði hann talið að starfsmannastjórinn ætti að aðstoða skólastjórnendur við að leysa starfsmannavandamál þar. „Það er ömurlegt að lesa að þessum kennurum finnst sem þau hafi verið hrakin úr starfi eftir að hafa kennt í samtals 67 ár við skólann," segir í bókun Gunnars, sem kveðst láta ógert að ræða mál Hrannar vegna skyldleika við hana. En sem bæjarfulltrúi á Akranesi skammist hann sín fyrir að Bjarna, sem sé fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness, finnist sem hann hafi verið hrakinn úr starfi. Starfsmannavandamálum í Brekkubæjarskóla virðist ekki lokið. Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri í Brekkubæjarskóla, vill ekki tjá sig um málið. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira