Ekki hægt að meta erfðabreytt matvæli 30. nóvember 2011 06:00 Ræktun Þó að sett hafi verið takmörk á magn um 300 efna í matvælum, til dæmis skordýraeiturs og sveppaeiturs, er ekki hægt að mæla hvort íslensk matvara sé innan löglegra marka nema senda sýni úr landi.Nordicphotos/AFP Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira