Adam Sandler hatar þig! Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Bíó. Jack and Jill. Leikstjórn: Dennis Dugan. Leikarar: Adam Sandler, Al Pacino, Katie Holmes, Eugino Derbez, Johnny Depp. Stundum koma út myndir sem láta mann furða sig á því að enginn hafi bremsað framleiðsluna af strax í upphafi. Að enginn hafi gert athugasemdir við söguþráðinn. Að enginn hafi fattað það á á tökustað hvað viðkomandi afurð ætti eftir að verða mikið drasl. Adam Sandler að leika tvíbura af sitthvoru kyninu hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá einhverjum, en á undraverðan hátt komst Jack and Jill alla leið í kvikmyndahús og í augu mín. Ó, aumingja vesalings augun mín! Sandler er ævintýralega lélegur gamanleikari. Skrækirnir og líkamstjáning hans í hlutverki Jill eru af Gilbert Gottfried-skólanum og rembingslegir og ófyndnir eftir því. Mynd af þessu tagi stendur og fellur með aðalleikaranum. Þegar hann stendur sig svona illa skiptir annað engu máli. Aðrir leikarar eru skárri en allir virka þeir pínlegir og þvingaðir. Líklega hefur Sandler komið höndum yfir vandræðalegt kynlífsmyndband þar sem Al Pacino hangir nakinn á haus á meðan sirkusdvergar skiptast á að flengja hann. Það er eina mögulega ástæðan sem ég get fundið fyrir því að Pacino samþykkti að leika í Jack and Jill. Hann hefur verið kúgaður til þess. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Niðurstaða: Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér. Lífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Jack and Jill. Leikstjórn: Dennis Dugan. Leikarar: Adam Sandler, Al Pacino, Katie Holmes, Eugino Derbez, Johnny Depp. Stundum koma út myndir sem láta mann furða sig á því að enginn hafi bremsað framleiðsluna af strax í upphafi. Að enginn hafi gert athugasemdir við söguþráðinn. Að enginn hafi fattað það á á tökustað hvað viðkomandi afurð ætti eftir að verða mikið drasl. Adam Sandler að leika tvíbura af sitthvoru kyninu hefði átt að kveikja á viðvörunarbjöllum hjá einhverjum, en á undraverðan hátt komst Jack and Jill alla leið í kvikmyndahús og í augu mín. Ó, aumingja vesalings augun mín! Sandler er ævintýralega lélegur gamanleikari. Skrækirnir og líkamstjáning hans í hlutverki Jill eru af Gilbert Gottfried-skólanum og rembingslegir og ófyndnir eftir því. Mynd af þessu tagi stendur og fellur með aðalleikaranum. Þegar hann stendur sig svona illa skiptir annað engu máli. Aðrir leikarar eru skárri en allir virka þeir pínlegir og þvingaðir. Líklega hefur Sandler komið höndum yfir vandræðalegt kynlífsmyndband þar sem Al Pacino hangir nakinn á haus á meðan sirkusdvergar skiptast á að flengja hann. Það er eina mögulega ástæðan sem ég get fundið fyrir því að Pacino samþykkti að leika í Jack and Jill. Hann hefur verið kúgaður til þess. Af hverju er Adam Sandler svona illa við okkur? Hvað höfum við gert honum? Er hann kannski viljandi að reyna að eyðileggja feril sinn? Af hverju hættir hann ekki þá frekar að leika í kvikmyndum? Og hvernig má það vera að þessi mynd sé búin að hala inn 65 milljónir dollara? Megum við eiga von á framhaldsmynd? Spurningarnar eru margar og þeim er ekki auðsvarað. En þessa mynd skaltu forðast eins og drepsótt. Niðurstaða: Sparaðu þér aurinn og settu frekar jalapeño í augað á þér.
Lífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira