Íslendingar taki lagið saman 30. nóvember 2011 09:00 Sigtryggur baldursson 1. desember er hátíðisdagur fyrir íslenskt tónlistarfólk, en sama dag verður haldið upp á fimm ára afmæli Útón.fréttablaðið/anton „Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
„Við þurfum svolítið að fagna saman,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður. Sigtryggur er einn skipuleggjenda Dags íslenskrar tónlistar sem haldinn verður hátíðlegur á morgun, á sjálfan fullveldisdaginn. Í tilefni dagsins hefur verkefnið Syngjum saman verið skipulagt, en allar útvarpsstöðvar Íslands munu á morgun spila þrjú íslensk lög samtímis, klukkan 11.15. Allir eru svo að sjálfsögðu hvattir til að syngja með. „Okkur hefur lengi vantað svona viðburð til að halda upp á daginn á skemmtilegan hátt, og þannig að það tengist út í þjóðfélagið. Lögin þrjú eru þjóðþekkt og allir ættu að geta tekið undir. Stingum af með Mugison er til dæmis mikið sungið á leikskólum landsins um þessar mundir,“ segir Sigtryggur, en hin lögin tvo sem spiluð verða eru Söngur fuglanna eftir Atla Heimi Sveinsson og Stuðmannaslagarinn Manstu ekki eftir mér? eftir Ragnhildi Gísladóttur. Margir kunna textana við lögin, en þeir sem lærðu þá ekki í skátaútilegunni eða á sveitaballinu geta fundið skjal með öllum textunum þremur á stef.is. Grunn- og leikskólabörn landsins munu ryðja veginn með verkefnið, en skólar landsins hafa tekið vel í framtakið og í mörgum hverjum verður söngstund á sal til heiðurs íslenskri tónlist. Sigtryggur hvetur þó alla til að taka undir, og vinnustaði til að gefa hlé frá vinnu. Hann segir fulla þörf á degi sem þessum sem minnir okkur öll á auð íslenskrar tónlistar. „Hugmyndin er sú að hnykkja á því hvað íslensk tónlist er mikilvæg í daglegu lífi okkar allra. Hvort sem við erum skólabörn, alþingismenn eða tónlistarfólk. Tónlist er svo mikill hluti af menningu okkar og svo skemmtilegur hluti af tilverunni. Það er afskaplega mikilvægt að minna á það.“ - bb
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira