Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu 2. desember 2011 07:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira