Hart og hrátt hjá Gímaldin Trausti Júlíusson skrifar 11. desember 2011 10:00 Þú ert ekki sá sem ég valdi með Gímaldin. Tónlist. Þú ert ekki sá sem ég valdi. Gímaldin og félagar. Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endilega máli hverra manna söngvarar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sameiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráðskemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Lagasmíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínusinn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari.Rokk Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. Mynd/ValliÞað eru samt nokkur frábær lög hér, þ.ám. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýslar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Þú ert ekki sá sem ég valdi. Gímaldin og félagar. Gímaldin verður seint sakaður um að reyna að þóknast fjöldanum. Þessi nýja plata hans og hljómsveitar er að mörgu leyti mjög „hardkor". Umslagið er t.d. ekki notendavænt – jafnvel fráhrindandi. Nafn flytjanda er hvergi sjáanlegt og upplýsingar ólæsilegar. Tónlistin sjálf er líka hrá og hörð. Gímaldin er listamannsnafn Gísla Magnússonar sem er sonur Megasar. Það skiptir ekki endilega máli hverra manna söngvarar eru, en í þessu tilfelli er ekki hægt að horfa fram hjá því. Rödd Gímaldins minnir mikið á rödd Megasar, t.d. á Millilendingu og textarnir eiga líka sitthvað sameiginlegt með textum föðurins. Hvort tveggja eru auðvitað stórir plúsar. Textarnir eru margir bráðskemmtilegir. Þeir eru fullir af húmor og svolítið óheflaðir, eins og tónlistin. Tónlistin er annars tímalaust rokk sem einkennist af góðu grúvi og spilagleði. Lagasmíðarnar eru margar fínar, en ekki allar og það er eini mínusinn á þessari annars fínu plötu. Gímaldin mætti vera aðeins melódískari.Rokk Gímaldin og félagar flytja tímalaust rokk á nýrri plötu sinni. Mynd/ValliÞað eru samt nokkur frábær lög hér, þ.ám. Það er ástæða, Ég þekki stelpu sem sýslar með rými, Bitinn af rollu, Það er úlfur og Ballaðan um íslensku gjöreyðingarvopnin. Á heildina litið skemmtileg plata. Hér eftir fylgist maður vel með Gímaldin. Niðurstaða: Frábærir textar, skemmtilegur söngur og flutningur, en lagasmíðarnar gætu verið sterkari.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira