Segir skatt vegna skuldamála styrkja lífeyrissjóði 13. desember 2011 06:00 steingrímur j. sigfússon helgi hjörvar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna. „Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.“ Steingrímur segir skattinn hluta af samkomulagi stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða til að koma til móts við skuldug heimili. Fjármunir nýtist til vaxtaniðurgreiðslu. Um tímabundna aðgerð til tveggja ára sé að ræða. Ríkissjóður leggi 2,5 milljarða í verkefnið, bankarnir 2,1 og lífeyrissjóðir 1,4 milljarða hvort árið. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi lífeyrissjóða og það eru engin áform um þetta sem framtíðarskatta. Þetta er algjörlega bundið við þessa aðgerð.“ Steingrímur dregur mjög í efa að þetta hafi áhrif á lífeyrisréttindi og getu sjóðanna til útgreiðslu. Staða sjóðanna hefði síst orðið betri hefði ekkert samkomulag náðst um málið. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að málið sé enn til umfjöllunar hjá nefndinni og verði tekið fyrir síðar í vikunni. Skatturinn á lífeyrissjóðina sé einskiptisaðgerð og hlutur lífeyrissjóðanna í 12 milljarða greiðslu til skuldugra heimila í landinu. Hann segir ekki áform uppi um að hrófla við skattinum. „Við höfum ekki uppi áform um það en til athugunar er hvort þetta auki ójafnað á milli þeirra sem eru í opinbera kerfinu annars vegar og almenna kerfinu hins vegar.“ - kóp Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
helgi hjörvar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna. „Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.“ Steingrímur segir skattinn hluta af samkomulagi stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða til að koma til móts við skuldug heimili. Fjármunir nýtist til vaxtaniðurgreiðslu. Um tímabundna aðgerð til tveggja ára sé að ræða. Ríkissjóður leggi 2,5 milljarða í verkefnið, bankarnir 2,1 og lífeyrissjóðir 1,4 milljarða hvort árið. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi lífeyrissjóða og það eru engin áform um þetta sem framtíðarskatta. Þetta er algjörlega bundið við þessa aðgerð.“ Steingrímur dregur mjög í efa að þetta hafi áhrif á lífeyrisréttindi og getu sjóðanna til útgreiðslu. Staða sjóðanna hefði síst orðið betri hefði ekkert samkomulag náðst um málið. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að málið sé enn til umfjöllunar hjá nefndinni og verði tekið fyrir síðar í vikunni. Skatturinn á lífeyrissjóðina sé einskiptisaðgerð og hlutur lífeyrissjóðanna í 12 milljarða greiðslu til skuldugra heimila í landinu. Hann segir ekki áform uppi um að hrófla við skattinum. „Við höfum ekki uppi áform um það en til athugunar er hvort þetta auki ójafnað á milli þeirra sem eru í opinbera kerfinu annars vegar og almenna kerfinu hins vegar.“ - kóp
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira