Fordæmi fyrir IPA-skattaundanþágum 14. desember 2011 03:00 30 milljónir Evra Samkvæmt IPA-landsáætlun mun Íslandi standa til boða styrkir að upphæð 30 milljónir evra úr IPA-kerfinu. Styrkirnir verða undanþegnir sköttum og gjöldum hér á landi, en slíkt gildir um starfsemi fjölda sjóða og alþjóðlegra stofnana á Íslandi. Nordicphotos/AFP Samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrir stuttu skulu allir IPA-styrkir sem Ísland fær úthlutað frá Evrópusambandinu (ESB) í yfirstandandi umsóknarferli vera undanþegnir sköttum og opinberum gjöldum. Þannig renni öll aðstoð sem Ísland hlýtur með þessum hætti beint til þeirra verkefna sem hún var ætluð. Frumvarpið lýtur að því að uppfylla ákvæði rammasamnings sem Ísland gerði við framkvæmdastjórn ESB í sumar, en hann kveður á um reglur varðandi IPA-aðstoð. Utanríkisráðherra lagði fram, í tengslum við frumvarpið, þingsályktunartillögu um samþykkt rammasamningsins. Fram kemur í athugasemdum við tillöguna að sams konar rammasamningur hafi verið gerður við öll umsóknarríki að ESB eftir 1994, auk Tyrkja. Samkvæmt þessum samningi eru allar framkvæmdir og kaup á vöru eða þjónustu, á grundvelli IPA-styrktarsamninga, undanþegnar sköttum og opinberum gjöldum á Íslandi og verktakar sem ekki hafa lögheimili hér á landi og vinna störf sem fjármögnuð eru af ESB, eru undanþegnir til dæmis virðisaukaskatti, tekjuskatti og útsvari af launum sínum. Það á þó ekki við um verktaka sem búsettir eru hér á landi. Grundvallarregla í milliríkjasamskiptumÍ athugasemdum við þingsályktunartillöguna um rammasamninginn segir einnig að slíkar undanþágur, eða friðhelgi, frá sköttum og gjöldum séu venja þegar alþjóðastofnanir gera samninga við yfirvöld þeirra ríkja þar sem þau eru staðsett. „Þetta er grundvallarregla í milliríkjasamskiptum sem byggist á gagnkvæmni,“ segir í athugasemdunum. „Hún gerir starfsemi sendiskrifstofa, alþjóðastofnana og ýmiss konar alþjóðlega aðstoð, þ.m.t. þróunaraðstoð, greiðari og ódýrari.“ Þar segir jafnframt að rammasamningurinn vegna IPA-styrkja byggi á sömu grundvallarsjónarmiðum og gilda gagnvart starfsliði sendiráða og alþjóðlegra stofnana hér á landi og íslensku starfsfólki annarra stofnana í öðrum löndum. Fjöldi sjóða og stofnana þegar undanþeginn sköttum og gjöldumAllmargar stofnanir, samtök og sjóðir sem starfa hér á landi fá sambærilegar undanþágur. Þar má nefna lög um Þróunarsjóð fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland sem er undanþeginn tekjuskatti, stimpilgjaldi og fleiru auk þess sem lög fyrir norrænt fjármögnunarfélag á sviði umhverfisverndar kveða á um sömu undanþágur. Þá eru samnorrænar stofnanir hér á landi, sem til dæmis eru tengd arskrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs, undanþegnar beinni skattheimtu og tollgjöldum. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra eru líka undanþegin tollgjöldum af persónulegum eignum sem fluttar eru til landsins. Loks má geta ákvæða í varnarlögum frá árinu 2008 þar sem kveðið er á um að erlendur liðsafli og borgaralegar deildir hans sé undanþeginn tollum og skattgreiðslum, meðal annars vegna launa sendiliðs hér á landi. Frekar til að auka tekjur ríkissjóðsÍ umsögn fjármálaráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu er velt upp þeirri spurningu hvert tekjutap ríkissjóðs verði af skattaundanþágunum, en því er til svarað að slíkt eigi tæpast við að þessu sinni. IPA-styrkir séu í eðli sínu ekki veittir nema með því skilyrði að þeir séu undanþegnir sköttum og gjöldum og myndu ekki berast að öðrum kosti. „Má frekar gera ráð fyrir því að ríkissjóður muni hafa tekjur af þessum styrkjum með óbeinum hætti ef ESB-verktakar verða innlendir aðilar,“ segir þar. Áætlanir gera ráð fyrir að IPA-styrkir til Íslands geti numið allt að 30 milljónum evra, um fimm milljörðum króna, á árunum 2011 til 2013. Í fyrrnefndri umsögn fjármálaráðuneytisins segir að ESB hafi fallist á tillögur íslenskra stjórnvalda um landsáætlun um IPA-styrki. Þeir muni koma til útborgunar frá og með næsta ári. Á fjárlögum er gert ráð fyrir um 600 milljóna króna styrk á næsta ári. Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi sem fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrir stuttu skulu allir IPA-styrkir sem Ísland fær úthlutað frá Evrópusambandinu (ESB) í yfirstandandi umsóknarferli vera undanþegnir sköttum og opinberum gjöldum. Þannig renni öll aðstoð sem Ísland hlýtur með þessum hætti beint til þeirra verkefna sem hún var ætluð. Frumvarpið lýtur að því að uppfylla ákvæði rammasamnings sem Ísland gerði við framkvæmdastjórn ESB í sumar, en hann kveður á um reglur varðandi IPA-aðstoð. Utanríkisráðherra lagði fram, í tengslum við frumvarpið, þingsályktunartillögu um samþykkt rammasamningsins. Fram kemur í athugasemdum við tillöguna að sams konar rammasamningur hafi verið gerður við öll umsóknarríki að ESB eftir 1994, auk Tyrkja. Samkvæmt þessum samningi eru allar framkvæmdir og kaup á vöru eða þjónustu, á grundvelli IPA-styrktarsamninga, undanþegnar sköttum og opinberum gjöldum á Íslandi og verktakar sem ekki hafa lögheimili hér á landi og vinna störf sem fjármögnuð eru af ESB, eru undanþegnir til dæmis virðisaukaskatti, tekjuskatti og útsvari af launum sínum. Það á þó ekki við um verktaka sem búsettir eru hér á landi. Grundvallarregla í milliríkjasamskiptumÍ athugasemdum við þingsályktunartillöguna um rammasamninginn segir einnig að slíkar undanþágur, eða friðhelgi, frá sköttum og gjöldum séu venja þegar alþjóðastofnanir gera samninga við yfirvöld þeirra ríkja þar sem þau eru staðsett. „Þetta er grundvallarregla í milliríkjasamskiptum sem byggist á gagnkvæmni,“ segir í athugasemdunum. „Hún gerir starfsemi sendiskrifstofa, alþjóðastofnana og ýmiss konar alþjóðlega aðstoð, þ.m.t. þróunaraðstoð, greiðari og ódýrari.“ Þar segir jafnframt að rammasamningurinn vegna IPA-styrkja byggi á sömu grundvallarsjónarmiðum og gilda gagnvart starfsliði sendiráða og alþjóðlegra stofnana hér á landi og íslensku starfsfólki annarra stofnana í öðrum löndum. Fjöldi sjóða og stofnana þegar undanþeginn sköttum og gjöldumAllmargar stofnanir, samtök og sjóðir sem starfa hér á landi fá sambærilegar undanþágur. Þar má nefna lög um Þróunarsjóð fyrir Færeyjar, Grænland og Ísland sem er undanþeginn tekjuskatti, stimpilgjaldi og fleiru auk þess sem lög fyrir norrænt fjármögnunarfélag á sviði umhverfisverndar kveða á um sömu undanþágur. Þá eru samnorrænar stofnanir hér á landi, sem til dæmis eru tengd arskrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs, undanþegnar beinni skattheimtu og tollgjöldum. Starfsfólk og fjölskyldur þeirra eru líka undanþegin tollgjöldum af persónulegum eignum sem fluttar eru til landsins. Loks má geta ákvæða í varnarlögum frá árinu 2008 þar sem kveðið er á um að erlendur liðsafli og borgaralegar deildir hans sé undanþeginn tollum og skattgreiðslum, meðal annars vegna launa sendiliðs hér á landi. Frekar til að auka tekjur ríkissjóðsÍ umsögn fjármálaráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu er velt upp þeirri spurningu hvert tekjutap ríkissjóðs verði af skattaundanþágunum, en því er til svarað að slíkt eigi tæpast við að þessu sinni. IPA-styrkir séu í eðli sínu ekki veittir nema með því skilyrði að þeir séu undanþegnir sköttum og gjöldum og myndu ekki berast að öðrum kosti. „Má frekar gera ráð fyrir því að ríkissjóður muni hafa tekjur af þessum styrkjum með óbeinum hætti ef ESB-verktakar verða innlendir aðilar,“ segir þar. Áætlanir gera ráð fyrir að IPA-styrkir til Íslands geti numið allt að 30 milljónum evra, um fimm milljörðum króna, á árunum 2011 til 2013. Í fyrrnefndri umsögn fjármálaráðuneytisins segir að ESB hafi fallist á tillögur íslenskra stjórnvalda um landsáætlun um IPA-styrki. Þeir muni koma til útborgunar frá og með næsta ári. Á fjárlögum er gert ráð fyrir um 600 milljóna króna styrk á næsta ári.
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira