Fylgi reglum um starfsanda og góðan skólabrag 15. desember 2011 05:00 Brekkubæjarskóli Meirihluti starfsfólks segist ánægður og fjölskylduráð Akraness styður stjórn Brekkubæjarskóla. Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjölskylduráð Akraness segist styðja stjórnendur Brekkubæjarskóla í „að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag“. Starfsmannamál Brekkubæjarskóla voru til umfjöllunar á fundi fjölskylduráðsins á sunnudag. Krytur hafa verið milli skólastjórans og nokkurra kennara, þar af tveggja með samanlagt 67 ára starfsreynslu sem sagt hafa upp störfum frá áramótum. Meðal áheyrnarfulltrúa á fundinum var Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri. Fjölskylduráðið kveðst telja að málin séu í góðum farvegi hjá stjórnendum Brekkubæjarskóla. Ráðið hvetji skólasamfélagið í heild sinni til að vinna samkvæmt því sem segir í reglugerð um jákvæðan skólabrag og samskipti sem og ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagins í grunnskólum. „Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skólastarfi og góðri umgengni. Einnig kemur fram að starfsfólk grunnskóla, nemendur og foreldrar skulu í sameiningu leggja áherslu á að viðhalda góðum starfsanda í skólanum og jákvæðum skólabrag,“ segir í bókun fjölskylduráðsins. Í síðustu viku sendi starfsfólk Brekkubæjarskóla frá sér yfirlýsingu um að meirihluta þeirra liði vel í skólanum og væri ánægt í starfi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag lýsti Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi hins vegar yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð starfsmannastjóra bæjarins í máli fyrrnefndu kennaranna tveggja. „Er hennar eina aðkoma fólgin í aðstoð við ráðningu aðkeypts sérfræðings að beiðni skólastjórans. Ég hafði væntingar til þess að unnt væri að leysa vandamálin þannig að allir aðilar gætu vel við unað,“ bókaði Gunnar.- gar
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira