Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi 16. desember 2011 11:30 Í góðum félagsskap Baltasar gerir sig kláran fyrir skíðakeppnina í frönsku Ölpunum, en hann hafnaði í þriðja sæti í stórsviginu, var aðeins sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. mynd/pidz Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg Fréttir Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg
Fréttir Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira