Fjölmargir tónlistarmenn koma fram á Gauki á Stöng á morgun, Þorláksmessu, í tilefni jólanna.
Vicky, Toggi, Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pétursson, Blússveit Þollýjar, Eldar og GRM (Gylfi Ægis, Rúnar Þór & Megas) leika tónlist af nýútkomnum plötum fyrir gesti, en fleiri listamenn munu bætast við dagskrána.
Jólaöl og piparkökur verða í boði og dagskráin hefst klukkan 17. Ekkert kostar inn á tónleikana, en börn yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Hægt verður að kaupa plötur beint af tónlistarfólkinu og fá gripina áritaða.
Piparkökur á Gauknum
